Fréttamaðurinn hafi vart getað varist hlátri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2024 16:16 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis en tekur við embætti sem dómari við Hæstarétt þann 1. október. Vísir/Vilhelm Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis fer um víðan völl í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann ræðir grundvallarréttindi borgaranna og spyr hvort viðhorf stjórnvalda hafi breyst eftir tíma heimsfaraldurs og eldsumbrota. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hafi vart getað varist hlátri fyrir tveimur árum við lestur fréttar um að umboðsmaður hefði sett spurningarmerki við samkomutakmarkanir. Skúli lætur af störfum sem umboðsmaður þann1. október til þess að gegna embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann fór yfir sviðið og ræddi það sem hefur verið efst á baugi frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum rúmum. Skýrsla hans fyrir síðasta ár, Íslandsbankamálið og ábyrgð innan stjórnsýslunnar voru til umræðu. Of frjálslega farið með heimildir Skúli kom einnig inn á grundvallarréttindi borgaranna sem umboðsmanni ber skylda til að vernda. Á þá skyldu reyndi í tengslum við boð og bönn á tímum heimsfaraldurs og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Umboðsmaður hefur velt því upp hvort stjórnvöld hafi nýtt heimildir, til að leggja á boð og bönn í neyðarástandi, of frjálslega. Dæmi um slíkt bann er ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að takmarka aðgengi barna tólf ára og yngri að gosstöðvunum í Meradölum árið 2022. Taldi umboðsmaður fyrirmæli lögreglustjóra ekki hafa verið í samræmi við lagaheimild hans í tengslum við almannavarnir. Skúli velti því einnig upp hvort of frjálslega hafi farið með valdheimildir í ljósi þess sem á undan gekk á tímum Covid-19. Breytt viðhorf? „Umboðsmaður hefur haldið því á lofti að Covid-tímabilið, og þær ráðstafanir sem gripið var til þá, sé eitthvað sem verði að skoða og draga lærdóm af til framtíðar. Það hafa nú ekki margir tekið þeim boðskap fagnandi og menn verða svolítið fúlir í framan þegar umboðsmaður byrjar að tala um Covid,“ segir Skúli. Barnabannið sé áhugavert dæmi. „Þarna eru menn að fara með heimildir, sem byggjast á neyðarréttargrunni. Þessar heimildir eiga það sameiginlegt að þarna hafa stjórnvöld mikið svigrúm, enda ætlumst við til þess að stjórnvöld bregðist við vofandi hættu,“ segir Skúli og nefnir lög um almannavarnir, sóttvarnir og lögreglulög. Hann spyr hvort viðhorf stjórnvalda til notkunar þess háttar heimilda hafi breyst á undanförnum árum. „Ég hef bent á það í mínum skýrslum að sú hætta sé fyrir hendi að stjórnvöld fari að líta á inngrip inn í grundvallarréttindi sem léttvæg, og jafnvel sjálfsögð. Strax og einhver staða kemur upp er gripið til þess að boða og banna og ekki hugað að því að þarna er verið að ganga inn í grundvallarréttindi. Það ber að gæta meðalhófs og ekki ganga lengra en nauðsyn ber til.“ Skúli Magnússon er nýjasti dómarinn við Hæstarétt Íslands.Vísir/Sigurjón Hneykslaður fréttamaður Skúli ræddi einnig skýrslu stjórnvalda um aðgerðir stjórnvalda í Covid. Skýrslan var ekki sú skýrsla sem Skúli óskaði eftir. Hann er enn þeirrar skoðunar að Covid-tíminn sé eitthvað sem þurfi að greina og draga lærdóm af. „Umboðsmaður var ein af örfáum stofnunum ríkisins sem lét uppi gagnrýni. Í febrúar 2022 óskaði umboðsmaður skýringa stjórnvalda á því af hvers vegna samkomutakmarkanir væru enn taldar nauðsynlegar. Ég man nú eftir því að þegar frétt um þetta var lesin á Ríkisútvarpinu, þá hafði maður á tilfinningunni að fréttamaðurinn gæti vart varist hlátri. Þetta þótti svo fáranlegt á þeim tíma, að það væri verið að velta vöngum yfir því hvort þessar takmarkanir væru enn nauðsynlegar.“ Heilsa fólks hafi sömuleiðis ekki verið einu hagsmunir sem hafi verið undir í faraldrinum umtalaða. „Eftir því sem tíminn líður þá breytist staðan og við gerum meiri kröfur til þess að löggjafinn grípi inn í og málin fari í eðlilegt ferli. Við viljum ekki að landinu sé stjórnað á neyðarréttargrundvelli svo árum skipti. Á þetta er bent í barnabannsmálinu, að þetta getur verið í skamman tíma en ef þetta á að vera viðvarandi ástand þá eiga mál að fara í eðlilegan stjórnskipulegan farveg. Og það er Alþingi sem á að fjalla um viðvarandi skerðingar eða íþyngjandi reglur gagnvart borgurunum.“ Leiðrétt kl. 18:18: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Skúli hefði lokið störfum sem umboðsmaður. Hið rétta er að hann lýkur störfum þann 1. október næstkomandi. Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Sprengisandur Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Skúli lætur af störfum sem umboðsmaður þann1. október til þess að gegna embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann fór yfir sviðið og ræddi það sem hefur verið efst á baugi frá því að hann tók við embætti fyrir þremur árum rúmum. Skýrsla hans fyrir síðasta ár, Íslandsbankamálið og ábyrgð innan stjórnsýslunnar voru til umræðu. Of frjálslega farið með heimildir Skúli kom einnig inn á grundvallarréttindi borgaranna sem umboðsmanni ber skylda til að vernda. Á þá skyldu reyndi í tengslum við boð og bönn á tímum heimsfaraldurs og eldsumbrota á Reykjanesskaga. Umboðsmaður hefur velt því upp hvort stjórnvöld hafi nýtt heimildir, til að leggja á boð og bönn í neyðarástandi, of frjálslega. Dæmi um slíkt bann er ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að takmarka aðgengi barna tólf ára og yngri að gosstöðvunum í Meradölum árið 2022. Taldi umboðsmaður fyrirmæli lögreglustjóra ekki hafa verið í samræmi við lagaheimild hans í tengslum við almannavarnir. Skúli velti því einnig upp hvort of frjálslega hafi farið með valdheimildir í ljósi þess sem á undan gekk á tímum Covid-19. Breytt viðhorf? „Umboðsmaður hefur haldið því á lofti að Covid-tímabilið, og þær ráðstafanir sem gripið var til þá, sé eitthvað sem verði að skoða og draga lærdóm af til framtíðar. Það hafa nú ekki margir tekið þeim boðskap fagnandi og menn verða svolítið fúlir í framan þegar umboðsmaður byrjar að tala um Covid,“ segir Skúli. Barnabannið sé áhugavert dæmi. „Þarna eru menn að fara með heimildir, sem byggjast á neyðarréttargrunni. Þessar heimildir eiga það sameiginlegt að þarna hafa stjórnvöld mikið svigrúm, enda ætlumst við til þess að stjórnvöld bregðist við vofandi hættu,“ segir Skúli og nefnir lög um almannavarnir, sóttvarnir og lögreglulög. Hann spyr hvort viðhorf stjórnvalda til notkunar þess háttar heimilda hafi breyst á undanförnum árum. „Ég hef bent á það í mínum skýrslum að sú hætta sé fyrir hendi að stjórnvöld fari að líta á inngrip inn í grundvallarréttindi sem léttvæg, og jafnvel sjálfsögð. Strax og einhver staða kemur upp er gripið til þess að boða og banna og ekki hugað að því að þarna er verið að ganga inn í grundvallarréttindi. Það ber að gæta meðalhófs og ekki ganga lengra en nauðsyn ber til.“ Skúli Magnússon er nýjasti dómarinn við Hæstarétt Íslands.Vísir/Sigurjón Hneykslaður fréttamaður Skúli ræddi einnig skýrslu stjórnvalda um aðgerðir stjórnvalda í Covid. Skýrslan var ekki sú skýrsla sem Skúli óskaði eftir. Hann er enn þeirrar skoðunar að Covid-tíminn sé eitthvað sem þurfi að greina og draga lærdóm af. „Umboðsmaður var ein af örfáum stofnunum ríkisins sem lét uppi gagnrýni. Í febrúar 2022 óskaði umboðsmaður skýringa stjórnvalda á því af hvers vegna samkomutakmarkanir væru enn taldar nauðsynlegar. Ég man nú eftir því að þegar frétt um þetta var lesin á Ríkisútvarpinu, þá hafði maður á tilfinningunni að fréttamaðurinn gæti vart varist hlátri. Þetta þótti svo fáranlegt á þeim tíma, að það væri verið að velta vöngum yfir því hvort þessar takmarkanir væru enn nauðsynlegar.“ Heilsa fólks hafi sömuleiðis ekki verið einu hagsmunir sem hafi verið undir í faraldrinum umtalaða. „Eftir því sem tíminn líður þá breytist staðan og við gerum meiri kröfur til þess að löggjafinn grípi inn í og málin fari í eðlilegt ferli. Við viljum ekki að landinu sé stjórnað á neyðarréttargrundvelli svo árum skipti. Á þetta er bent í barnabannsmálinu, að þetta getur verið í skamman tíma en ef þetta á að vera viðvarandi ástand þá eiga mál að fara í eðlilegan stjórnskipulegan farveg. Og það er Alþingi sem á að fjalla um viðvarandi skerðingar eða íþyngjandi reglur gagnvart borgurunum.“ Leiðrétt kl. 18:18: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Skúli hefði lokið störfum sem umboðsmaður. Hið rétta er að hann lýkur störfum þann 1. október næstkomandi.
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Sprengisandur Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent