Fyrsti kosningasigur öfgahægriflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 21:38 Björn Höcke, oddviti AfD í Þýringalandi, hlaut nýlega dóm fyrir að nota vísvitandi nasistaslagorð. Hann hefur áfrýjað dómnum. AP/Michael Kappeler/DPA Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) vann sínar fyrstu sambandslandskosningar í dag. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að flokkurinn komist í stjórn er þetta fyrsti sigur hægriöfgaflokks í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59