„Betra að segja sem minnst“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:51 Tufa var afar svekktur í leikslok. Vísir/Pawel Valur er ellefu stigum frá toppsætinu í Bestu deildinni eftir að 21. umferð lauk í kvöld. Liðið tapaði 3-2 gegn Víkingum í tíðindamiklum leik.Srdjan Tufagdzic þjálfari Vals var til tals eftir tapið á Stöð 2 eftir leik og var gríðarlega ósáttur með tapið. „Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira
„Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Sjá meira