Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin í Víkinni og tuttugu mínútna þrennu

Sindri Sverrisson skrifar
Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkinga og fagnaði því vel.
Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkinga og fagnaði því vel. vísir/Diego

Dramatíkin og fjörið var alls ráðandi í næstsíðustu umferðinni í hinni hefðbundnu deildakeppni Bestu deildar karla í fótbolta í gær.

Valsmenn virtust vera að skapa sér líflínu í titilbaráttunni, 2-0 yfir og manni fleiri gegn Víkingi í gær, en Íslandsmeistararnir unnu að lokum 3-2 sigur eftir að Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli um miðjan seinni hálfleik. 

Víkingurinn Aron Elís Þrándarson hafði fengið rautt spjald í fyrri hálfleik en rauðu spjöldin og mörkin má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin í Víkinni

HK gerði út um vonir Framara um að enda í efri hluta deildarinnar, með 1-0 sigri í Kórnum þar sem Þorsteinn Aron Antonsson skoraði í lokin. Fram fékk víti í lok fyrri hálfleiks en Christoffer Petersen varði frá Fred.

Klippa: HK vann Fram

Benóný Breki Andrésson skoraði þrennu á rétt rúmum 20 mínútum í 4-2 sigri KR gegn ÍA, og þar með eru KR-ingar þremur stigum frá fallsæti. ÍA er í 5. sæti en áfram í harðri baráttu um Evrópusæti.

Klippa: Mörk KR og ÍA

KA hafði ekki tapað leik síðan 19. júní þegar liðið tapaði 3-2 gegn Breiðabliki á Akureyri í gær. Síðasta tap KA var einmitt einnig gegn Blikum. Kristófer Ingi Kristinsson skoraði sigurmark Blika eftir að Viðar Örn Kjartansson hafði í tvígang jafnað metin fyrir KA.

Klippa: Mörk KA og Breiðabliks

Þá vann Stjarnan frábæran 3-0 útisigur gegn FH í Kaplakrika og tryggði sér þar með sæti í efri hluta deildarinnar fyrir skiptinguna síðar í þessum mánuði. Mörkin úr leiknum koma hér inn síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×