Ljóst er hvernig Besta deild karla mun skiptast í tvennt jafnvel þó ein umferð og einn leikur til séu eftir af deildarkeppninni. KA hafði ekki tapað í ellefu leikjum í röð fyrir tap sitt fyrir Breiðabliki norðan heiða í gær en eftir afleita byrjun Norðanmanna er ljóst að viðsnúningur þeirra gengis kom og seint til að ná í efri hlutann.
Fram hefur verið í og í kringum sjötta sæti deildarinnar í sumar en hrun orðið á þeirra velgengni að undanförnu. Fram tapaði fyrir HK, 1-0, í Kórnum í gær. Það var í fyrsta skipti sem HK-ingar halda hreinu frá því í fyrrasumar og markaði jafnframt fjórða tapleik Fram í röð.
Góður 3-0 sigur Stjörnunnar á FH tryggði þá að Garðbæingarnir fara aldrei neðar en í sjötta sæti, en Fram og KA í sjöunda og áttunda, utan færis.
Besta deild karla mun því skiptast á eftir farandi hátt eftir lokaumferð deildarkeppninnar 16. september:
- Efri hluti:
- Breiðablik
- Víkingur
- Valur
- FH
- ÍA
- Stjarnan
-
- Neðri hluti:
- KA
- Fram
- KR
- HK
- Vestri
- Fylkir