Sport

Svona var blaðamannafundurinn í Laugar­dalnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verða ný tíðindi af Laugardalsvelli í dag.
Það verða ný tíðindi af Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu frá áhugaverðum blaðamannafundi á Laugardalsvelli.

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við forsætisráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Knattspyrnusamband Íslands og Frjálsíþróttasamband Íslands boðuðu til fundarins en hann snýst um málefni þjóðarleikvanga.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Freyr Ólafsson formaður FRÍ voru á svæðinu og skrifuðu undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu Laugardalsvallar og nýs frjálsíþróttaleikvangs.

Upptöku af fundinum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×