Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 14:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, sem er á leið á EM næsta sumar, hefur þurft að leika annars staðar en á Laugardalsvelli vegna þess að grasvöllurinn dugar ekki yfir vetrarmánuðina. vísir/Anton Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn