Húseigendur og leigjendur vilja nýja löggjöf og kalla eftir samráði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 21:00 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins eru afar óánægð með breytingar á húsaleigulöggjöf. Þau kalla eftir nýrri löggjöf. Vísir/Sigurjón Leigjendur og húseigendur lýsa yfir mikilli óánægju með breytingu á húsaleigulögum. Forsvarsfólk þeirra segir að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Kallað er eftir nýrri húsaleigulöggjöf. Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira