Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2024 08:49 Edmundo González á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir að samþykkja ekki opinberar niðurstöður forsetakosninganna í Venesúela. AP/Cristián Hernández Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Handtökuskipunin var gefin út nokkrum klukkustundum eftir að bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu Nicolás Maduro forseta í Dóminíska lýðveldinu. Ásakanirnar tengjast fullyrðingum stjórnarandstöðunnar að González hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Opinber kjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan, sum vestræn ríki og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt skort á gegnsæi í kosningunum. Opinberar tölur hafa ekki verið birtar fyrir alla kjörstaði, ólíkt fyrri kosningum. Stjórnarandstaðan birti gögn sem hún sagði talningablöð frá meirihluta kjörstaða í landinu sem hún sagði sýna að González væri lögmætur sigurvegari kosninganna. Maduro hefur hótað González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fangelsi fyrir að lýsa sjálfum sér sem sigurvegurum. Þau fóru í felur vegna þess eftir kosningar. „Þau hafa misst allt veruleikaskyn. Að hóta verðandi forseta eykur aðeins samstöðu og stuðning Venesúelabúa og heimsins við Edmundo González,“ sagði Machado á samfélagsmiðlinum X um handtökuskipunina á hendur González. González ætti líklegast yfir höfði sér stofufangelsi þar sem lög í Venesúela gera ekki ráð fyrir því að fólk yfir sjötugu sé vistað í fangelsum landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir. Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Sjá meira
Edmundo González, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Handtökuskipunin var gefin út nokkrum klukkustundum eftir að bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu Nicolás Maduro forseta í Dóminíska lýðveldinu. Ásakanirnar tengjast fullyrðingum stjórnarandstöðunnar að González hafi farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum. Opinber kjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan, sum vestræn ríki og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt skort á gegnsæi í kosningunum. Opinberar tölur hafa ekki verið birtar fyrir alla kjörstaði, ólíkt fyrri kosningum. Stjórnarandstaðan birti gögn sem hún sagði talningablöð frá meirihluta kjörstaða í landinu sem hún sagði sýna að González væri lögmætur sigurvegari kosninganna. Maduro hefur hótað González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, fangelsi fyrir að lýsa sjálfum sér sem sigurvegurum. Þau fóru í felur vegna þess eftir kosningar. „Þau hafa misst allt veruleikaskyn. Að hóta verðandi forseta eykur aðeins samstöðu og stuðning Venesúelabúa og heimsins við Edmundo González,“ sagði Machado á samfélagsmiðlinum X um handtökuskipunina á hendur González. González ætti líklegast yfir höfði sér stofufangelsi þar sem lög í Venesúela gera ekki ráð fyrir því að fólk yfir sjötugu sé vistað í fangelsum landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir.
Venesúela Mannréttindi Tengdar fréttir SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Sjá meira
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14. ágúst 2024 10:29
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29