Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2024 13:55 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. Bjarni segir starfshóp vinna að því að safna skýrslum, gögnum og öðrum upplýsingum sem hægt sé að komast yfir á þessum tímapunkti. Sömuleiðis sé verið að leita skýringa hjá þeim stofnunum sem hafa aðkomu að regluverki, leyfisveitingum og slíku. „Sú vinna stendur yfir og við fórum aðeins yfir stöðu málsins,“ segir Bjarni. Varðandi það hvort hafa þyrfti hraðar hendur í málinu og skýra laga og regluramma í ljósi þess að enn sé verið að selja ferðir í íshella, segir Bjarni það vera alveg klárt. „Ég verð að segja það alveg eins og er að það kemur mér mjög á óvart að heyra fréttir af því að enn sé verið að selja ferðir inn í íshella eftir þetta slys, sem að varð um daginn, og þær aðvaranir sem hafa svo skýrt komið fram að þetta geti verið hættulegt að sumarlagi,“ segir Bjarni. Hann segist ekki skilja hvernig á því stæði að enn væri verið að selja í þessar ferðir. „Það er eitt af því sem ég spurði að á þessum ríkisstjórnarfundi, hvort einhver í stjórnkerfinu gæti ekki svarað því hvort ástæða væri til að hreinlega stöðva það. Eða hvaða regluverk gilti í þeim efnum og hvort einhverjar heimildir skorti til slíks.“ Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Slys á Breiðamerkurjökli Tengdar fréttir Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. 30. ágúst 2024 07:02 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bjarni segir starfshóp vinna að því að safna skýrslum, gögnum og öðrum upplýsingum sem hægt sé að komast yfir á þessum tímapunkti. Sömuleiðis sé verið að leita skýringa hjá þeim stofnunum sem hafa aðkomu að regluverki, leyfisveitingum og slíku. „Sú vinna stendur yfir og við fórum aðeins yfir stöðu málsins,“ segir Bjarni. Varðandi það hvort hafa þyrfti hraðar hendur í málinu og skýra laga og regluramma í ljósi þess að enn sé verið að selja ferðir í íshella, segir Bjarni það vera alveg klárt. „Ég verð að segja það alveg eins og er að það kemur mér mjög á óvart að heyra fréttir af því að enn sé verið að selja ferðir inn í íshella eftir þetta slys, sem að varð um daginn, og þær aðvaranir sem hafa svo skýrt komið fram að þetta geti verið hættulegt að sumarlagi,“ segir Bjarni. Hann segist ekki skilja hvernig á því stæði að enn væri verið að selja í þessar ferðir. „Það er eitt af því sem ég spurði að á þessum ríkisstjórnarfundi, hvort einhver í stjórnkerfinu gæti ekki svarað því hvort ástæða væri til að hreinlega stöðva það. Eða hvaða regluverk gilti í þeim efnum og hvort einhverjar heimildir skorti til slíks.“
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Slys á Breiðamerkurjökli Tengdar fréttir Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. 30. ágúst 2024 07:02 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26
Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. 30. ágúst 2024 07:02
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15