Helen Óttars í herferð Juicy Couture Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. september 2024 07:03 Fyrirsætan Helen Óttars er í ýmsum spennandi verkefnum erlendis. Aðsend Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er búsett í London og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún sat nýverið fyrir skvísumerkið Juicy Couture og stefnir jafnvel á bandarískan markað á næstunni. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Helen segir að prufuferlið fyrir herferðir sé gjarnan frekar hefðbundið en hún er með umboðsmann sem sér um að bóka prufur fyrir hana. „Umboðsmaðurinn minn (e. agent) stillti upp þessari prufu fyrir Juicy Couture. Ásamt því að mæta með hreint hár og náttúrulega förðun var reyndar sérstaklega óskað eftir sterkum persónuleika, meira að segja skrifað í hástöfum fylgdum með fjórum upphrópunarmerkjum, sem er svona heldur óeðlilegt en vissulega í takt við brandið.“ Helen fyrir Juicy Couture.Juicy Couture Juicy Couture sérhæfir sig í svolítið goðsagnakenndum kósý göllum og varð sérstaklega vinsælt í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Paris Hilton og Britney Spears sáust oftar en ekki skarta slíkum göllum úr velúr efni í alls kyns litum. Helen á setti í bleikum Juicy Couture buxum.Aðsend Aðspurð hvort hún sé almennt aðdáandi Juicy Couture segir Helen: „Sko svona já og nei, þetta er að sjálfsögðu „iconic“ merki og ég man eftir því að hafa verið mjög lítil og þráð ekkert heitar en að fá gallann með juicy á rassinum, sem ég virðist svo hafa fengið í gegn. En ég veit samt ekki hvort þetta sé endilega lúkk sem ég er að vinna með í dag.“ Þriggja ára gömul Helen í Juicy galla á LAX flugvellinum í Los Angeles.Aðsend Helen er búsett í Hackney í Austur London. „Það er lang skemmtilegasta hverfið í london að mínu mati. Daglegt líf er svo alls konar. Ég reyni að fara í ræktina flesta morgna og svo annað hvort er ég að fara í prufur (e. castings) á daginn eða verkefni í London eða annars staðar í Evrópu svo það er svo sem ekki mikil rútína. Svo er ég líka að vinna hjá framleiðslufyrirtæki hérna í London svo ef ég er í „módelfríi“ þá er ég á skrifstofunni.“ Helen fer í ýmsar prufur og ferðast sömuleiðis mikið.Aðsend Fyrirsætustarfið felur í sér ýmsar prufur og ferðast Helen mikið sökum starfs síns. „Flest verkefni eru bókuð eftir að maður hittir kúnnann í castingi, það er frekar óalgengt að þú sért bókaður án þess allavega svona fyrst um sinn. Svo er ótrúlega næs þegar maður er farinn að vinna með sama fólkinu aftur og aftur í svona stórborg, þá er kominn aðeins meiri heimafílingur.“ Helen elskar að vinna aftur með sama fólkinu, þá myndist svolítill heimafílingur.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Helen. „Það er alltaf nóg að gera. Ég er á leiðinni til Svíþjóðar núna í nokkra daga, svo til Manchester og svo aftur til London. Svo vill móður-agentinn minn að ég fari svo að skoða Ameríkumarkaðinn bráðlega, New York eða Los Angeles,“ segir Helen að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars) Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Helen segir að prufuferlið fyrir herferðir sé gjarnan frekar hefðbundið en hún er með umboðsmann sem sér um að bóka prufur fyrir hana. „Umboðsmaðurinn minn (e. agent) stillti upp þessari prufu fyrir Juicy Couture. Ásamt því að mæta með hreint hár og náttúrulega förðun var reyndar sérstaklega óskað eftir sterkum persónuleika, meira að segja skrifað í hástöfum fylgdum með fjórum upphrópunarmerkjum, sem er svona heldur óeðlilegt en vissulega í takt við brandið.“ Helen fyrir Juicy Couture.Juicy Couture Juicy Couture sérhæfir sig í svolítið goðsagnakenndum kósý göllum og varð sérstaklega vinsælt í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Paris Hilton og Britney Spears sáust oftar en ekki skarta slíkum göllum úr velúr efni í alls kyns litum. Helen á setti í bleikum Juicy Couture buxum.Aðsend Aðspurð hvort hún sé almennt aðdáandi Juicy Couture segir Helen: „Sko svona já og nei, þetta er að sjálfsögðu „iconic“ merki og ég man eftir því að hafa verið mjög lítil og þráð ekkert heitar en að fá gallann með juicy á rassinum, sem ég virðist svo hafa fengið í gegn. En ég veit samt ekki hvort þetta sé endilega lúkk sem ég er að vinna með í dag.“ Þriggja ára gömul Helen í Juicy galla á LAX flugvellinum í Los Angeles.Aðsend Helen er búsett í Hackney í Austur London. „Það er lang skemmtilegasta hverfið í london að mínu mati. Daglegt líf er svo alls konar. Ég reyni að fara í ræktina flesta morgna og svo annað hvort er ég að fara í prufur (e. castings) á daginn eða verkefni í London eða annars staðar í Evrópu svo það er svo sem ekki mikil rútína. Svo er ég líka að vinna hjá framleiðslufyrirtæki hérna í London svo ef ég er í „módelfríi“ þá er ég á skrifstofunni.“ Helen fer í ýmsar prufur og ferðast sömuleiðis mikið.Aðsend Fyrirsætustarfið felur í sér ýmsar prufur og ferðast Helen mikið sökum starfs síns. „Flest verkefni eru bókuð eftir að maður hittir kúnnann í castingi, það er frekar óalgengt að þú sért bókaður án þess allavega svona fyrst um sinn. Svo er ótrúlega næs þegar maður er farinn að vinna með sama fólkinu aftur og aftur í svona stórborg, þá er kominn aðeins meiri heimafílingur.“ Helen elskar að vinna aftur með sama fólkinu, þá myndist svolítill heimafílingur.Aðsend Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Helen. „Það er alltaf nóg að gera. Ég er á leiðinni til Svíþjóðar núna í nokkra daga, svo til Manchester og svo aftur til London. Svo vill móður-agentinn minn að ég fari svo að skoða Ameríkumarkaðinn bráðlega, New York eða Los Angeles,“ segir Helen að lokum. View this post on Instagram A post shared by Helen Málfríður Óttarsdóttir (@helenottars)
Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira