Viðskipti innlent

Vy-þrif tekið til gjald­þrota­skipta

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Matvælalagerinn í Sóltúni 20 þar sem fundust rotnandi matvæli og mikið af rottuskít.
Matvælalagerinn í Sóltúni 20 þar sem fundust rotnandi matvæli og mikið af rottuskít. Vísir/Vilhelm

Hreingerningarfyrirtækið Vy-þrif, sem er í eigu Quang Le, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Greint var frá þessu í Lögbirtingablaðinu. 

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð um gjaldþrotaskiptin 18. júlí 2024 og var Gizur Bergsteinsson skipaður skiptastjóri í búinu sama dag. Frestdagur við gjaldþrotaskiptin var 13. júní 2024 og er skiptafundur tímasettur föstudaginn 11. október 2024 að Lágmúla 7.

Skorað er á þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða frá fyrri birtingu innköllunar þessarar, 23. júlí 2024.

Rottuskítur, myglandi matvæli og vísir að svefnaðstöðu

Vy-þrif komst fyrst í fréttirnar í október síðastliðnum vegna matvælalagers fyrirtækisins í Sóltúni. Heilbrigðiseftirlitið hafði heimsótt lagerinn og kom í ljós að hreinlætis var verulega ábótavant og rottuskítur í gríðarlega miklu magni.

Farga þurfti um tuttugu tonnum af matvælum og endaði málið á borði lögreglu vegna ýmissa vísbendinga um að fólk hefði sofið á lagernum. Nokkrum mánuðum síðar átti Quang Le eftir að koma meira við sögu í fjölmiðlum vegna mansalsmála í tengslum við Wok on.


Tengdar fréttir

Segir eig­anda ó­lög­lega mat­væla­lagersins ekki rekstrar­aðila veitinga­staðanna

Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku.

Eigandi Vy-þrifa grunaður um mansal og peningaþvætti

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir.

Starfsfólk Vy-þrifa reyndi að koma matvælum undan

Tæplega fimm tonn af matvælum sem höfðu nýlega verið flutt til Íslands voru á meðal þeirra sem fundust í geymslu í kjallara húsnæðis við Sóltún í Reykjavík í lok september. Þá eru vísbendingar um að fólk hafi dvalið í geymslunni og er sá angi málsins kominn á borð lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×