Lögreglukona bjargaði lífi NFL leikmannsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 23:31 Ricky Pearsall er á lífi og er kominn heim til sín. Hann hafði heppnina heldur betur með sér. Getty/Michael Zagaris NFL útherjinn Ricky Pearsall er ekki bara á lífi heldur líka útskrifaður af sjúkrahúsi þrátt fyrir að hafa verið skotinn í brjóstkassann um helgina. Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Sjá meira
Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Sjá meira