„Gamnislagur“ sem verður að alvöru í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 07:31 Norðurlandabúarnir Mondo Duplantis og Karsten Warholm mætast á hlaupabrautinni í kvöld. WA Eftirvænting ríkir í Zürich í Sviss fyrir uppgjöri tveggja af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins sem ætla að mætast í grein sem hvorugur þeirra stundar. Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira