„Gamnislagur“ sem verður að alvöru í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 07:31 Norðurlandabúarnir Mondo Duplantis og Karsten Warholm mætast á hlaupabrautinni í kvöld. WA Eftirvænting ríkir í Zürich í Sviss fyrir uppgjöri tveggja af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins sem ætla að mætast í grein sem hvorugur þeirra stundar. Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira