„Gamnislagur“ sem verður að alvöru í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 07:31 Norðurlandabúarnir Mondo Duplantis og Karsten Warholm mætast á hlaupabrautinni í kvöld. WA Eftirvænting ríkir í Zürich í Sviss fyrir uppgjöri tveggja af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins sem ætla að mætast í grein sem hvorugur þeirra stundar. Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sjá meira
Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fleiri fréttir Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Bournemouth - Arsenal | Skytturnar á suðurströndinni Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Spiluðu íshokkí utandyra í Miami Donni dregur sig úr landsliðshópnum Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum „Barátta kynjanna“ hafði ekkert með jafnrétti að gera „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sjá meira