Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2024 10:14 Dr. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur telur að forsætisnefnd hljóti að vísa máli Þórarins Inga til siðanefndar til umfjöllunar og úrskurðar. Hann hafi í engu tekið tillit til stöðu sinnar þegar hann var lykilmaður í að keyra í gegn umdeild lög sem gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. vísir/vilhelm/einar Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. Haukur vill að tekið verði til athugunar hvort Þórarinn Ingi hafi með þátttöku sinni í þinglegri meðferð í vor sem leið, en um er að ræða 393. mál á 154. löggjafarþingi Íslendinga, sem varð að lögu, gerst brotlegur við Siðareglur fyrir þingmenn. „Telja verður að háttalag hans ógni tiltrú almennings og trausti á Alþingi, enda er það í andstöðu við siðferðisviðmið almennings í nútímanum að alþingismaður noti stöðu sína sér til framdráttar. Frá víðara sjónarhorni má líta svo á að Þórarinn Ingi hafi ekki axlað ábyrgð sína sem þingmaður og niðurlægt þingræðið.“ Samþykkt búvörulaganna reyndist afar umdeilt mál ekki þá síst sá angi þeirra sem varða það að kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Haukur var meðal fjölmargra sem tók til máls en hann er sérfróður um stjórnsýslulega málsmeðferð frumvarpa á Alþingi og hefur tekið saman bók um það fyrirbæri. Að mati Hauks ber forsætisnefnd að senda erindi hans til siðanefndar Alþingis til rannsóknar og álitsgjafar. Þá vekur Haukur athygli á því að Þórarinn Ingi hafi verið potturinn og pannan í breytingum sem gerðar voru á lögum: „Þátttaka hans var markviss og meðvituð og hann knúði öðrum fremur breytingartillöguna í gegn,“ segir meðal annars í erindi Hauks. Þar kemur jafnframt fram að Þórarinn Ingi hafi tvímælalaust staðið frammi fyrir umboðsvanda, freistnivanda- og ekki síst hagsmunaárekstrum, þar sem hans eigin hagsmunir, eignarhlutur hans í afurðastöð og hagsmunir atvinnugreinar sem hann styður og telur sig kannski að einhverju leyti vera fulltrúi fyrir, stangast á við almannahagsmuni. Þessara hagsmuna er í engu getið í hagsmunaskráningu þingsins. Alþingi Stjórnsýsla Búvörusamningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Haukur vill að tekið verði til athugunar hvort Þórarinn Ingi hafi með þátttöku sinni í þinglegri meðferð í vor sem leið, en um er að ræða 393. mál á 154. löggjafarþingi Íslendinga, sem varð að lögu, gerst brotlegur við Siðareglur fyrir þingmenn. „Telja verður að háttalag hans ógni tiltrú almennings og trausti á Alþingi, enda er það í andstöðu við siðferðisviðmið almennings í nútímanum að alþingismaður noti stöðu sína sér til framdráttar. Frá víðara sjónarhorni má líta svo á að Þórarinn Ingi hafi ekki axlað ábyrgð sína sem þingmaður og niðurlægt þingræðið.“ Samþykkt búvörulaganna reyndist afar umdeilt mál ekki þá síst sá angi þeirra sem varða það að kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Haukur var meðal fjölmargra sem tók til máls en hann er sérfróður um stjórnsýslulega málsmeðferð frumvarpa á Alþingi og hefur tekið saman bók um það fyrirbæri. Að mati Hauks ber forsætisnefnd að senda erindi hans til siðanefndar Alþingis til rannsóknar og álitsgjafar. Þá vekur Haukur athygli á því að Þórarinn Ingi hafi verið potturinn og pannan í breytingum sem gerðar voru á lögum: „Þátttaka hans var markviss og meðvituð og hann knúði öðrum fremur breytingartillöguna í gegn,“ segir meðal annars í erindi Hauks. Þar kemur jafnframt fram að Þórarinn Ingi hafi tvímælalaust staðið frammi fyrir umboðsvanda, freistnivanda- og ekki síst hagsmunaárekstrum, þar sem hans eigin hagsmunir, eignarhlutur hans í afurðastöð og hagsmunir atvinnugreinar sem hann styður og telur sig kannski að einhverju leyti vera fulltrúi fyrir, stangast á við almannahagsmuni. Þessara hagsmuna er í engu getið í hagsmunaskráningu þingsins.
Alþingi Stjórnsýsla Búvörusamningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22
Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11
Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43