Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 20:01 Sextíu og þrír kjörnir fulltrúar eiga sæti á Alþingi. Þegar þing kemur saman í næstu viku bíða þingmanna nýir stólar sem leysa af stóla sem komu í þingsalinn árið 1987. Stöð 2/Sigurjón Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann. Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann.
Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira