Gestir næturlífsins hafa lengi lagt leið sína að Austurstræti 7, þar sem skemmtistaðurinn Austur var opnaður árið 2009. Austur var rekinn við góðan orðstýr í fjölda ára þar til skemmtistaðurinn Lúx leysti hann af hólmi árið 2022.
Fyrrverandi rekstrarstjóri Austurs, plötusnúðurinn Víkingur Heiðar Arnórsson, stóð að opnun Lúx ásamt félögum hans Kristni Ara Hinrikssyni og Birgi Rúnari Halldórssyni. Nú greinir Víkingur Heiðar frá því í fréttatilkynningu að Lúx verði lokað og skemmtistaðurinn og „lounge-ið“ Útópía opnaður í staðinn.
Hann hafi keypt félaga sína út úr rekstrinum og hyggist breyta áherslum á staðnum. Þannig verði staðurinn opnaður fyrr en áður, klukkan 20, og plötusnúðar muni þeyta skífum sem höfðu frekar til þeirra sem eldri eru til miðnættis. Þá verði aldurstakmark inn á staðinn hækkað í 22 ár.