Klípur í rassinn á Sögu tvisvar á dag Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. september 2024 09:01 Snorri sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Magnús Leifsson „Ég myndi segja að sú ákvörðun mín þegar ég var átján ára gamall að gera tónlist að ævistarfi mínu hafi líklega haft mestu áhrifin á líf mit,“ segir tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. Hann segir tónlistina hafa mótað sýn hans á lífið og sjálfan sig. Snorri er giftur Sögu Garðarsdóttur, skemmtikrafti og leikkonu. Hjónin eru mörgum Íslendingum góðkunn en Saga er með þekktustu grínistum landsins en Snorri gerði garðinn meðal annars frægan með Sprengjuhöllinni. Magnús Leifsson Snorri sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Snorri Helgason Aldur? 40 ára Starf? Tónlistarmaður Fjölskylduhagir? Giftur tveggja barna faðir Snorri lýsir sjálfum sér sem glöðum, þöglum og spenntum manni. Lýstu sjálfum þér í þremur orðum: Glaður, þögull, spenntur. Hvað er á döfinni? Ég var að gefa út nýjan singúl af væntanlegri plötu sem heitir Aron. Er svo með heilmikið af óupptekinni músík sem hlaðist hefur upp í fæðingarorlofinu sl. ár sem ég get ekki beðið með að fara að vinna í þegar við fáum dagmömmupláss. Svo er önnur sería af sjónvarpsþáttum Fílalag væntanlega í loftið einhvern tímann í vetur á RÚV og við erum alltaf að gera hlaðvarpsþætti og alls konar skemmtilegt. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa kynnst konunni minni og eignast með henni börn og fá að starfa við það sem ég elska. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi að gera eitthvað svipað og ég er að gera núna, þ.e. að búa til músík, elda góðan mat og leika við börnin mín. Ég bið ekki um meira. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Elda besta ragú sem til er. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Ég er bara að gera mitt besta við að lifa góðu lífi og vera góður maður og það er nóg fyrir mig. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það skiptir ekki máli hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að sú ákvörðun mín þegar ég var átján ára gamall að gera tónlist að ævistarfi mínu hafi líklega haft mestu áhrifin á líf mitt. Ég kynnist öllum mínum bestu vinum í gegnum tónlist og ég pæli í tónlist, minni og annarra allan daginn alla daga. Þetta hefur haft mjög mótandi á það hvernig ég horfi á heiminn og sjálfan mig. Svo náttúrulega að verða faðir. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Elda mat eða spila á gítar. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sofa út og fara svo í sund með fjöllunni á meðan ég hægelda eitthvað gúmmelaði og fá svo einhverja skemmtilega vini í mat um kvöldið. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið og píanóbekkurinn. Fallegasti staður á landinu? Rass konu minnar. En í heiminum? Rass konu minnar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Klíp í rass konu minnar. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Klíp í rass konu minnar. Snorri og Saga giftu sig árið 2018. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég fer í sund eiginlega á hverjum degi og skokka tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Byrja aftur í ræktinni þegar og ef við fáum dagmömmupláss. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var pínulítill var það flugmaður en svo vaknaði þessi tónlistarmannahugmynd þegar ég varð unglingur. Ertu A eða B týpa? Ég myndi segja einhvers staðar þarna á milli, þó nær A en B. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, smá þýsku og einhvers konar skandínavísku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei ég er ansi hræddur um að allir mínir takmörkuðu hæfileikar séu öllum sem vilja sjá þá eða heyra ljósir. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að geta sungið hvað sem er. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Mjeeeööög gott!“ Draumabíllinn þinn? 1968 Aston Martin. Leður- eða strigaskór? Leður. Fyrsti kossinn? Á landafyllerí í Öskjuhlíð árið 1999 með Sillu vinkonu minni og samstarfskonu til margra ára. Óttastu eitthvað? Missi. Hvað ertu að hámhorfa á? Það er langt síðan að ég hef verið að að hámhorfa á eitthvað. Líklega þegar við hjónin vorum að endurhorfa á Mad Men í vetur. Það var geggjað. Þeir þættir hafa elst mjög vel. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Best of My Love með The Emotions. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Ástin og lífið Tengdar fréttir Væri til í bónorð áður en hún deyr „Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar. 23. júlí 2024 07:00 Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 24. júní 2024 09:10 „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Snorri er giftur Sögu Garðarsdóttur, skemmtikrafti og leikkonu. Hjónin eru mörgum Íslendingum góðkunn en Saga er með þekktustu grínistum landsins en Snorri gerði garðinn meðal annars frægan með Sprengjuhöllinni. Magnús Leifsson Snorri sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Snorri Helgason Aldur? 40 ára Starf? Tónlistarmaður Fjölskylduhagir? Giftur tveggja barna faðir Snorri lýsir sjálfum sér sem glöðum, þöglum og spenntum manni. Lýstu sjálfum þér í þremur orðum: Glaður, þögull, spenntur. Hvað er á döfinni? Ég var að gefa út nýjan singúl af væntanlegri plötu sem heitir Aron. Er svo með heilmikið af óupptekinni músík sem hlaðist hefur upp í fæðingarorlofinu sl. ár sem ég get ekki beðið með að fara að vinna í þegar við fáum dagmömmupláss. Svo er önnur sería af sjónvarpsþáttum Fílalag væntanlega í loftið einhvern tímann í vetur á RÚV og við erum alltaf að gera hlaðvarpsþætti og alls konar skemmtilegt. Þín mesta gæfa í lífinu? Að hafa kynnst konunni minni og eignast með henni börn og fá að starfa við það sem ég elska. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi að gera eitthvað svipað og ég er að gera núna, þ.e. að búa til músík, elda góðan mat og leika við börnin mín. Ég bið ekki um meira. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Elda besta ragú sem til er. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Ég er bara að gera mitt besta við að lifa góðu lífi og vera góður maður og það er nóg fyrir mig. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það skiptir ekki máli hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að sú ákvörðun mín þegar ég var átján ára gamall að gera tónlist að ævistarfi mínu hafi líklega haft mestu áhrifin á líf mitt. Ég kynnist öllum mínum bestu vinum í gegnum tónlist og ég pæli í tónlist, minni og annarra allan daginn alla daga. Þetta hefur haft mjög mótandi á það hvernig ég horfi á heiminn og sjálfan mig. Svo náttúrulega að verða faðir. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Elda mat eða spila á gítar. Uppskrift að drauma sunnudegi? Sofa út og fara svo í sund með fjöllunni á meðan ég hægelda eitthvað gúmmelaði og fá svo einhverja skemmtilega vini í mat um kvöldið. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið og píanóbekkurinn. Fallegasti staður á landinu? Rass konu minnar. En í heiminum? Rass konu minnar. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Klíp í rass konu minnar. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Klíp í rass konu minnar. Snorri og Saga giftu sig árið 2018. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Ég fer í sund eiginlega á hverjum degi og skokka tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Byrja aftur í ræktinni þegar og ef við fáum dagmömmupláss. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var pínulítill var það flugmaður en svo vaknaði þessi tónlistarmannahugmynd þegar ég varð unglingur. Ertu A eða B týpa? Ég myndi segja einhvers staðar þarna á milli, þó nær A en B. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, smá þýsku og einhvers konar skandínavísku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei ég er ansi hræddur um að allir mínir takmörkuðu hæfileikar séu öllum sem vilja sjá þá eða heyra ljósir. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að geta sungið hvað sem er. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Mjeeeööög gott!“ Draumabíllinn þinn? 1968 Aston Martin. Leður- eða strigaskór? Leður. Fyrsti kossinn? Á landafyllerí í Öskjuhlíð árið 1999 með Sillu vinkonu minni og samstarfskonu til margra ára. Óttastu eitthvað? Missi. Hvað ertu að hámhorfa á? Það er langt síðan að ég hef verið að að hámhorfa á eitthvað. Líklega þegar við hjónin vorum að endurhorfa á Mad Men í vetur. Það var geggjað. Þeir þættir hafa elst mjög vel. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Best of My Love með The Emotions. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Ástin og lífið Tengdar fréttir Væri til í bónorð áður en hún deyr „Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar. 23. júlí 2024 07:00 Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 24. júní 2024 09:10 „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Væri til í bónorð áður en hún deyr „Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar. 23. júlí 2024 07:00
Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 24. júní 2024 09:10
„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03