Fiorentina tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í sinum riðli með 1-0 sigri á danska félaginu Bröndby í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Þetta var Íslendingaslagur því með Bröndby spiluðu þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Eina mark leiksins kom á 39. mínútu og það skoraði Ítalinn Agnese Bonfantini eftir stoðsendingu frá Svíanum Madelen Janogy.
Allar íslensku stelpurnar voru í byrjunarliðum sinna liða og spiluðu líka allan leikinn.
Fiorentina mætir hollenska félaginu Ajax í úrslitaleik um sæti í næstu umferð en Bröndby spilar um þriðja sætið í riðlinum við Kolos Kovalivka.