Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 20:01 Jökull Veigarsson hefur síðustu daga verið í Lviv í Úkraínu við sjálfboðastörf ásamt eiginkonu sinni, Heather Burson. Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki. Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05