„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 20:25 Elísabet Brekkan telur að gera þurfi mun betur í að kenna innflytjendum íslensku og fyrirtækin þurfi að taka ábyrgð. Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum. Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum.
Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira