Krefst aðgerða gegn ofbeldi „afbrýðisamra kærasta“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 13:34 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming Sebastian Coe, forseti alþjóða frjálsíþróttasambandsins, kallar eftir samstöðu í baráttu gegn heimilisofbeldi í garð frjálsíþróttakvenna, eftir að Rebecca Cheptegei lést í gær, 33 ára að aldri. Þekktur frjálsíþróttalýsandi krefst aðgerða gegn „afbrýðisömum kærustum og eiginmönnum“. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudag, eftir að fyrrverandi kærasti hennar hellti yfir hana bensíni og kveikti í. Hún fékk brunasár á 75% líkamans og lést á sjúkrahúsinu í gær. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. „Íþróttin okkar hefur misst hæfileikaríka hlaupakonu á eins sorglegan og óhugsandi hátt og hægt er. Rebecca var ótrúlega fjölhæf hlaupakona sem átti enn eftir að afreka margt á götum, í fjöllum og í utanvegahlaupum,“ sagði Coe á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins. Hann kveðst hafa sett sig í samband við stjórnarmeðlimi í Afríku til að sjá hvernig alþjóðasambandið geti hjálpað til, og hvernig mögulegt sé að efla öryggisstefnu sambandsins til að berjast gegn ofbeldi og níði utan íþróttarinnar. Verja þurfi íþróttakonur eins og hægt sé. Rob Walker, þekktur frjálsíþróttalýsandi í sjónvarpi, skrifaði á Twitter: „Ég hef orðið vitni að mikilli þróun í Austur-Afríku síðustu tuttugu ár. En núna þarf að bregðast við þeirri meðferð sem frjálsíþróttakonur verða fyrir af hendi afbrýðisamra eiginmanna/kærasta.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Fótbolti Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira