Innherji

Þarf pen­ing­ana við kaupin á Mar­el til að út­­boð Ís­lands­b­ank­­a gang­­i upp

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Stórt almennt útboð er ekki til þess fallið að hámarka verð,“ segir einn viðmæandi Innherja en markaðsvirði eftirstandandi eignarhlutar ríkissjóðs í Íslandsbanka er núna um 85 milljarðar króna.
„Stórt almennt útboð er ekki til þess fallið að hámarka verð,“ segir einn viðmæandi Innherja en markaðsvirði eftirstandandi eignarhlutar ríkissjóðs í Íslandsbanka er núna um 85 milljarðar króna.

Markaðsaðstæður eru krefjandi fyrir ríkið að selja stóran hlut í Íslandsbanka fyrir áramót og til að þau áform gangi eftir þurfa innlendir fjárfestar að nýta hluta af reiðufé sem fæst við samruna JBT og Marel til kaupanna. Það er ekki sjálfgefið að lífeyrissjóðir eða erlendir sjóðir kaupi stóran hlut í útboðinu, að sögn viðmælenda Innherja, sem nefna að óskynsamlegt sölufyrirkomulag kunni að leiða til þess að bréfin fáist á betra verði en ella sem skapi tækifæri fyrir fjárfesta.


Tengdar fréttir

Varar Seðla­bankann við því að endur­taka fyrri mis­tök með hávaxta­stefnu sinni

Forstjóri eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins fer hörðum orðum um vaxtastefnu Seðlabankans, sem er „alltof upptekinn“ við að rýna í baksýnisspegilinn nú þegar verðbólgan sé ekki lengur keyrð áfram af þenslu, og varar við því að mistökin í aðdraganda fjármálahrunsins verði endurtekin þegar hátt vaxtastig viðhélt óraunhæfu gengi krónunnar samtímis því að heimili og fyrirtæki neyddust til að fjármagna sig í verðtryggðum krónum eða erlendum myntum. Hann telur að það „styttist í viðspyrnu“ á hlutabréfmarkaði eftir að hafa verið í skötulíki um langt skeið, meðal annars vegna skorts á fjölda virkra þátttakenda og einsleitni fjárfesta, en segir lífeyrissjóði sýna hugmyndum til að auka skilvirkni markaðarins lítinn áhuga.

Sektin „tölu­vert hærri“ en markaðurinn gerði ráð fyrir

Sú sektarfjárhæð sem Íslandsbanki hefur fallist á að greiða upp á 1.160 milljónir vegna brota á lögum og innri reglum félagsins við sölu á hlutum í sjálfum sér er fordæmalaus ef litið er til þeirra sekta sem hafa verið lagðar á eftirlitsskylda aðila þegar málum hefur lokið með sátt við fjármálaeftirlitið.

Verðið í útboði Íslandsbanka var „eins gott og hugsast gat“

STJ Advisors, ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka, segir að ef reynt hefði verið að fá hærra verð en 117 krónur á hlut í útboðinu í mars, hefði skapast sú hætta að horfið yrði frá stórum hluta af pöntunum, þar á meðal frá „hágæða fjárfestum“ og núverandi hluthöfum. Allar nauðsynlegar upplýsingar sem máli skiptu um mögulega heildareftirspurn fjárfesta hafi legið fyrir þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð hafi verið tekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×