Rifrildi úti á velli eftir úrslitaleik EM olli skilnaðinum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 07:31 Það virtist fara mjög vel á með Alice Campello og Alvaro Morata þegar þessi mynd var tekin eftir úrslitaleik EM. Campello mun hins vegar ekki hafa viljað hafa fjölskyldu Morata með á vellinum. Getty/Ian MacNicol Spænski landsliðsfyrirliðinn Alvaro Morata skildi við eiginkonu sína, fyrirsætuna Alice Campello, í ágúst. Nú hefur blaðakona greint frá því að rifrildi úti á velli, eftir úrslitaleik EM, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028. Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira
Morata og félagar í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í Þýskalandi með sigri gegn Englandi í úrslitaleik. Sigurvíman virðist þó hafa fallið í skuggann af rifrildi hjónanna, segir blaðakonan Alexia Rivas samkvæmt Marca. „Þetta var rifrildi á EM. Það var verið að fagna Evrópumeistaratitlinum og Alice vildi bara að hún, börnin þeirra og vinir fengju að vera á vellinum. Ekki foreldrar hans eða fjölskylda,“ segir Rivas. Út af þessu hafi allt orðið brjálað. Alvaro Morata divorces wife after ‘bizarre’ argument on pitch post Euro 2024 win… 😳🏆 pic.twitter.com/TU0lsEj1FU— Mail Sport (@MailSport) September 4, 2024 Hjónin fyrrverandi eiga fjögur börn saman. Campello hefur sjálf tjáð sig um skilnaðinn og meðal annars sagt kjaftasögur um framhjáhald Morata vera hreinasta kjaftæði. Þar að auki að þau muni enn elska hvort annað og sýna hvort öðru virðingu. Rivas segir að útilokað sé að Morata og Campello taki saman á ný. „Það er engin leið til baka. Lögfræðingarnir eru þegar byrjaðir að græja skilnaðarpappírana og þetta er sameiginleg ákvörðun,“ segir Rivas. Eftir Evrópumótið í Þýskalandi gekk Morata til liðs við AC Milan á Ítalíu í júlí, eftir að hafa verið keyptur frá Atlético Madrid. Þessi 31 árs gamli framherji skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028.
Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Sjá meira