Kópavogsleiðin – fyrir hverja? Pálína Ósk Kristinsdóttir skrifar 5. september 2024 17:32 Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari og foreldri leikskólabarns í Kópavogsbæ. Hið svokallaða Kópavogsmódel hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið og er þá áherslan nánast eingöngu lögð á neikvæða reynslu foreldra í samtökunum SAMLEIK og að þetta tiltekna módel sé stærsta bakslag í sögu jafnréttisbaráttu kvenna. Mig langar að koma með mína reynslu af þessum stóru og mikilvægu breytingum. Starfsstéttin mín er ,,kvennastétt” og með Kópavogsmódelinu voru starfsaðstæður margra kvenna, sem eiga börn, maka og allt sem því fylgir, gerðar betri. Þegar ég byrjaði að starfa í leikskóla í Kópavogi fyrir tæplega 10 árum síðan voru 22 börn á yngri deild og 27 börn a eldri deild. Rýmið sem þessi hópur hafði fyrir leik og nám var ekki mikið ásamt því að notast var við sameiginleg rými með öðrum deildum. Börnin voru flest, ef ekki öll mætt um 8 leytið á morgnanna og með 8-9 tíma vistun. Ef einn starfsmaður deildar var fjarverandi og ekki til afleysing þá var hlaupið extra hratt, í öllu áreitinu – allan daginn. Það segir sig nokkuð sjálft að þessi fjöldi barna í alltof litlu rými í 8-9 tíma á dag eru aðstæður sem eru ekki ákjósanlegar fyrir neinn, sérstaklega ekki fyrir börnin. Með tímanum hefur börnum fækkað örlítið inni á deildum, þau hafa sama rými og fyrri fjöldi – að mati leikskólakennara og starfsfólks er plássið sem þau hafa samt ekki nóg. Það er efni í annan pistil. Eftir skólaár þar sem allir hlupu á öðru hundraðinu alla daga, þar sem voru töluverð veikindi starfsfólks og mikið álag í starfinu var ég ótrúlega glöð að heyra af áformum Kópavogsbæjar varðandi leikskólamál. Með komu Kópavogsmódelsins byrjar dagurinn rólega og endar rólega. Þeir sem hafa tök á því að hafa börnin sín í gjaldfrjálsum sex tímum (frá kl. 9:00-15:00 - þegar starfið er virkast) eru að nýta sér það, t.d. fólk í fæðingarorlofi. Það er ekki skylda að vera bara með 6 tíma vistun og þau börn sem þurfa lengri vistun en þessa 6 tíma fá einnig rólegheit í upphafi og lok dags. Frá mínu sjónarhorni er ég töluvert betur í stakk búin að vinna vinnuna mína vel ásamt því að vera meira til staðar fyrir mín börn. Þráðurinn minn var oft ansi stuttur seinni partinn fyrir komu Kópavogsmódelsins. Ég held ég tali fyrir hönd flestra á mínum vinnustað að við myndum frekar halda í Kópvogsleiðina í stað þess að fara til baka og fá hærri laun. Starfsaðstæður í leikskólum skipta ofboðslega miklu máli og ef börnin eiga að fá gott nám í daglegu starfi í leikskólanum þarf að huga að fleiri þáttum heldur en hærri launum. Við erum held ég flest meðvituð um stöðu barna þegar kemur að málþroska og lestrarhæfni í grunnskóla svo ég þarf ekki að fara frekar ofan í þá sauma. Aftur að Kópavogsmódelinu og minni persónulegu reynslu en við hjónin áttum gott samtal þegar breytingarnar voru yfirvofandi. Bæði erum við í 100% starfi (hvorugt í hátekjustarfi), ég í námi líka, með tvö börn á leikskólaaldri (eitt byrjað í grunnskóla núna) og ég sá bæði um skutl á morgnanna og að sækja þau seinni partinn. Við sáum rými til breytinga á aðstæðum sem voru með hag barnanna í fyrirrúmi; hann byrjar fyrr að vinna á morgnanna - ég fer með krakkana í skólana sína og byrja seinna að vinna. Hann klárar að vinna um 15 leytið og sækir krakkana (stundum labbandi/hjólandi eða smá bílatilfæringar og skemmtilegheit). Þó svo að við séum ekki að nýta gjaldfrjálsu sex tímana þá tókum við samtalið og skoðuðum hvar við gátum minnkað dvalartíma og hvernig við gætum hagrætt okkar vinnutímum og aðstæðum (já, aðstæður fólks eru misjafnar en þetta er frá mínu sjónarhorni). Maðurinn minn hefur haft orð á því hvað honum finnist æðislegt að sækja krakkana á daginn og hefur það aukið samveru hans með krökkunum og styrkt þeirra samband. Að fórna smá svefni fyrir það dýrmætasta sem við eigum er í sjálfu sér alls engin fórn. Ég vil líka benda á að leikskólagjöld á Íslandi eru ekki há miðað við önnur lönd. Fyrir Kópavogsmódelið borguðu foreldrar örlitla prósentu af því sem leikskólapláss kostar og sveitarfélagið borgaði rest. Hækkunin sem fylgdi Kópavogsmódelinu nema lítilli viðbótarprósentu við það sem áður var og heldur sveitarfélagið áfram að borga meirihlutann. Gagnrýnisraddir hafa talað um að Kópavogsbær hafi farið í þessar aðgerðir til að spara peninga. Ég lít á þetta sem tækifæri til að búa til betri aðstæður fyrir börnin okkar i þennan stutta tíma sem þau eru í leikskóla. Loksins þorði einhver að taka af skarið og setja þarfir barnanna í fyrsta sæti.Stöndum saman fyrir börnin okkar, þau eiga það skilið. Höfundur er leikskólakennari.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun