Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu þá sex marka sigur á Hannover-Burgdorf á útivelli, 33-27. Það var jafnt í hálfleik, 15-15, en Gummersbach var sterkari í seinni hálfleiknum.
Tímabilið var þó byrjað því Gummersbach vann risasigur í Evrópukeppninni um síðustu helgi.
Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið því mjög vel.
Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson spiluðu báðir með Gummersbach í kvöld.
Elliði skoraði þrjú mörk en Teitur skoraði eitt. Teitur átti líka fjórar stoðsendingar á liðfélaga sína. Milos Vujovic var markahæstur með átta mörk.
Arnar Freyr Arnarsson spilaði í átta marka útisigri MT Melsungen á Lemgo, 28-20, en Elvar Örn Jónsson er að koma til baka eftir meiðsli og var ekki með í kvöld. Arnar komst ekki á blað og liðið saknaði ekki Elvars.