Hnífstungumaður talinn sakhæfur og fer fyrir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 21:12 Samkvæmt heimildum fréttastofu átti árásin sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps í Vesturbæ Reykjavíkur í vetur á að hefjast á mánudag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Hann er talinn sakhæfur. Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins. Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Árásarmaðurinn réðst á karlmann á þrítugsaldri úti á götu og veitti honum lífshættuleg stungusár í síðu og öxl við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt 20. janúar. Saksóknari segir rannsóknargögn bera með sér að árásin hafi verið algjörlega að ástæðulausu og tilviljun ein hafi ráðið því á hvern maðurinn réðst. Maðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi allt frá því hann var handtekinn í ljósi alvarleika brotsins sem hann er ákærður fyrir en við því getur legið allt að lífstíðarfangelsi. Landsréttur staðfesti'á föstudag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framlengingu gæsluvarðhaldsins til 23. september. Í honum var það talið geta valdið almennum samfélagslegum óróa yrði maðurinn látinn laus á þessu stigi. Aðalmeðferð í málinu á að hefjast mánudaginn 9. september. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að matsmenn telji manninn sakhæfan. Lagði til manns sem reyndi að hjálpa Fórnarlamb árásarinnar hefur lýst atvikum þannig að hann og vinkona hans hafi verið á gangi úr miðborginni þegar þau veittu manninum athygli þar sem hann hafi gengið úti á miðri götu. Þeim hafi fundist maðurinn stefna sjálfum sér í hættu. Þegar brotaþoli reyndi að ná sambandi við manninn hafi hann slegið til hans, fyrst í öxl og svo í síðuna. Þá hafi brotaþoli og vinkonan hlaupið burt. Það hafi ekki verið fyrr en þau stoppuðu að þau tóku eftir því að brotaþoli væri með stunguáverka bæði á öxlinni og síðunni. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku. Samkvæmt vottorði læknis voru áverkar hans lífshættulegir. Hann hefði jafnvel getað látist hefði hann ekki notið læknisaðstoðar beint í kjölfarið. Árásarmaðurinn kannaðist óljóst við að hafa hitt einhvern og hafa lent í útistöðum við hann. Hann sagði lögreglu aftur á móti að hann teldi að ráðist hefði verið á hann og honum veitt stungusár á hendi. Hann kannaðist við að hafa hitt parið en sagði það hafa „atast“ í sér. Hann myndi ekki eftir að hafa verið þar sem árásin átti sér stað. Á heimili mannsins fannst engu að síður blóðugur hnífur sem hann kannaðist við að hafa haft á sér um nóttuna. Þá fannst blóð úr árásarmanninum, skófar sem passaði við skóna sem hann var handtekinn í og sími hans á staðnum þar sem vitni lýstu því að árásin hefði farið fram. Á fatnaði brotaþola fannst jafnframt blóð úr árásarmanninum auk hans eigins.
Dómsmál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira