Glöð og stolt en mætir ekki á Ballon d'Or: „Hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 08:00 Glódís Perla Viggósdóttir leiddi Ísland áfram inn á Evrópumótið í Sviss sem fram fer næsta sumar, en Ísland vann frækna sigra gegn Þýskalandi og Austurríki á þessu ári. Getty/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir þakkar liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu og Bayern München, eftir þann gríðarlega heiður að hafa verið tilnefnd fyrst Íslendinga til Gullboltans, eða Ballon d'Or. Hún verður önnum kafin með landsliðinu þegar þetta virtasta hóf fótboltans fer fram. „Ég bara sá þetta á netinu eins og allir aðrir. Þetta var ekkert sem ég vissi af fyrir fram,“ sagði Glódís brosandi um fréttirnar af því að hún hefði verið valin ein af þrjátíu bestu knattspyrnukonum heims. „Þetta var bara gaman. Kærastinn minn sýndi mér þetta og ég hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst. Ég var ekki alveg að tengja við að þessar tilnefningar væru núna. Svo sá ég á Instagram að þetta væri í alvöru. Ótrúlega gaman, stolt og mikill heiður. Ég vissi líka ekki að það hefði enginn Íslendingur verið tilnefndur áður þannig að það er ótrúlega gaman að geta verið góður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu úti í heimi,“ sagði Glódís en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Glódís hefur átt stórkostlegt ár með bæði Bayern München og íslenska landsliðinu, og er fyrirliði beggja liða. Hún varð þýskur meistari og átti stóran þátt í að koma Íslandi beint á EM, meðal annars með frábærum sigri gegn stórveldi Þýskalands. Lærði mikið af því að verða fyrirliði Bayern Glódís er önnur af aðeins tveimur miðvörðum sem tilnefndar eru til Gullboltans og því mögulega besti miðvörður heims í dag. View this post on Instagram A post shared by Ballon d’Or (@ballondorofficial) „Ég held að það sé ekki mitt að ákveða hvort að þetta sé verðskuldað eða ekki. Ég er auðvitað að spila í tveimur frábærum liðum, sem að bæði hafa verið að ná góðum árangri. Ég er ótrúlega þakklát fyrir liðsfélaga mína og umhverfið sem ég er í, því það er umhverfi þar sem ég get bætt mig og haldið áfram að verða betri leikmaður. Auðvitað er gaman að sjá að fólk kann að meta mína vinnu og hvernig ég er sem leikmaður, og ótrúlega gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna Ég lærði ótrúlega mikið af því að vera gerð að fyrirliða hjá Bayern, tók á mig extra mikla ábyrgð og þurfti að stíga upp, og gera betur fyrir liðið. Auðvitað fylgdu því áskoranir líka, sem var ekki alltaf auðvelt. En það er kannski það helsta sem breyttist á þessu ári. Að sama skapi áttum við frábært ár með landsliðinu líka, tryggðum okkur beint inn á EM, og það er geggjaður árangur. Hugarfarið í því liði er einstakt og ótrúlega gaman að vera partur af því. Eins að vinna deildina með Bayern ósigraðar. Þetta var því ótrúlega gott ár en samt sem áður eru alltaf erfiðleikar inni á milli og maður lærir mest af því. Það er gaman að geta slúttað þessu ári með svona viðurkenningu,“ segir Glódís en þó að Bayern hafi orðið þýskur meistari þá ætlaði liðið sér lengra í Meistaradeild Evrópu og þá var tapið í bikarúrslitaleik gegn Wolfsburg sárt. Glódís Perla með verðlaunaskjöldinn sem Þýskalandsmeistari með Bayern, þar sem hún er fyrirliði.Getty/Christian Kaspar-Bartke „Maður nær ekki alltaf öllum markmiðum sínum og við fórum í gegnum erfitt tímabil með Bayern um jólin, en náðum að snúa því við og komum sterkari út úr því. Það var ákveðinn lærdómur í því líka fyrir mig persónulega. Þetta var ótrúlega lærdómsríkt ár sem endaði líka ótrúlega vel,“ segir Glódís sem hugsaði sér ekki til hreyfings í sumar og ætlar sér enn stærri hluti með Bayern: „Ég er ótrúlega ánægð þar sem ég er, við erum með skemmtilegt lið og í því ferli að búa til eitthvað nýtt og spennandi hjá Bayern, þá sigurhefð sem að karlaliðið er með. Það er ótrúlega gaman að vera stór partur af því og ég einbeiti mér bara að því,“ segir Glódís. Þakklát fyrir ótrúlega margar kveðjur Fjölmargir hafa óskað Glódísi til hamingju með tilnefninguna til Gullboltans sem verður afhentur í París 28. október. Hún segir þó ljóst að hún verði ekki viðstödd en Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum 25. og 27. október. „Það hefur ótrúlega margt fólk haft samband og óskað mér til hamingju með þetta, sem er ótrúlega gaman. Ég er þakklát fyrir allar kveðjurnar og að vita af því að svona margir séu ánægðir með þetta. Það sem skiptir mig mestu máli er að fólkið sem stendur næst mér og þekkir mig persónulega viti hvað ég er að gera, og finnist það mikils virði. Bæði liðin mín eiga stóran þátt í þessu.“ „Veit ekki einu sinni hvort mér er boðið“ „Ég veit ekki einu sinni hvort mér er boðið [á hófið]. Ég veit ekkert hvernig þetta virkar. En ég verð í Bandaríkjunum með landsliðinu þannig að það verður ekki vandamál,“ segir Glódís en gagnrýnt hefur verið að hóf á borð við Gullboltann fari fram á tíma sem henti fótboltakörlum mun betur en fótboltakonum: „Það er ekki tekið mikið tillit til þess. Það væri mögulega hægt að setja þetta á annan tíma til að sem flestir kæmust, og ég vona að þeir hugsi til þess á næstu árum. Ég er 99% viss um að annað hvort Aitana Bonmati eða Caroline Graham Hansen vinni. Ég vona að Hansen vinni en báðar eru frábærar og eiga skilið að vinna,“ segir Glódís. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
„Ég bara sá þetta á netinu eins og allir aðrir. Þetta var ekkert sem ég vissi af fyrir fram,“ sagði Glódís brosandi um fréttirnar af því að hún hefði verið valin ein af þrjátíu bestu knattspyrnukonum heims. „Þetta var bara gaman. Kærastinn minn sýndi mér þetta og ég hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst. Ég var ekki alveg að tengja við að þessar tilnefningar væru núna. Svo sá ég á Instagram að þetta væri í alvöru. Ótrúlega gaman, stolt og mikill heiður. Ég vissi líka ekki að það hefði enginn Íslendingur verið tilnefndur áður þannig að það er ótrúlega gaman að geta verið góður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu úti í heimi,“ sagði Glódís en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Glódís hefur átt stórkostlegt ár með bæði Bayern München og íslenska landsliðinu, og er fyrirliði beggja liða. Hún varð þýskur meistari og átti stóran þátt í að koma Íslandi beint á EM, meðal annars með frábærum sigri gegn stórveldi Þýskalands. Lærði mikið af því að verða fyrirliði Bayern Glódís er önnur af aðeins tveimur miðvörðum sem tilnefndar eru til Gullboltans og því mögulega besti miðvörður heims í dag. View this post on Instagram A post shared by Ballon d’Or (@ballondorofficial) „Ég held að það sé ekki mitt að ákveða hvort að þetta sé verðskuldað eða ekki. Ég er auðvitað að spila í tveimur frábærum liðum, sem að bæði hafa verið að ná góðum árangri. Ég er ótrúlega þakklát fyrir liðsfélaga mína og umhverfið sem ég er í, því það er umhverfi þar sem ég get bætt mig og haldið áfram að verða betri leikmaður. Auðvitað er gaman að sjá að fólk kann að meta mína vinnu og hvernig ég er sem leikmaður, og ótrúlega gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna Ég lærði ótrúlega mikið af því að vera gerð að fyrirliða hjá Bayern, tók á mig extra mikla ábyrgð og þurfti að stíga upp, og gera betur fyrir liðið. Auðvitað fylgdu því áskoranir líka, sem var ekki alltaf auðvelt. En það er kannski það helsta sem breyttist á þessu ári. Að sama skapi áttum við frábært ár með landsliðinu líka, tryggðum okkur beint inn á EM, og það er geggjaður árangur. Hugarfarið í því liði er einstakt og ótrúlega gaman að vera partur af því. Eins að vinna deildina með Bayern ósigraðar. Þetta var því ótrúlega gott ár en samt sem áður eru alltaf erfiðleikar inni á milli og maður lærir mest af því. Það er gaman að geta slúttað þessu ári með svona viðurkenningu,“ segir Glódís en þó að Bayern hafi orðið þýskur meistari þá ætlaði liðið sér lengra í Meistaradeild Evrópu og þá var tapið í bikarúrslitaleik gegn Wolfsburg sárt. Glódís Perla með verðlaunaskjöldinn sem Þýskalandsmeistari með Bayern, þar sem hún er fyrirliði.Getty/Christian Kaspar-Bartke „Maður nær ekki alltaf öllum markmiðum sínum og við fórum í gegnum erfitt tímabil með Bayern um jólin, en náðum að snúa því við og komum sterkari út úr því. Það var ákveðinn lærdómur í því líka fyrir mig persónulega. Þetta var ótrúlega lærdómsríkt ár sem endaði líka ótrúlega vel,“ segir Glódís sem hugsaði sér ekki til hreyfings í sumar og ætlar sér enn stærri hluti með Bayern: „Ég er ótrúlega ánægð þar sem ég er, við erum með skemmtilegt lið og í því ferli að búa til eitthvað nýtt og spennandi hjá Bayern, þá sigurhefð sem að karlaliðið er með. Það er ótrúlega gaman að vera stór partur af því og ég einbeiti mér bara að því,“ segir Glódís. Þakklát fyrir ótrúlega margar kveðjur Fjölmargir hafa óskað Glódísi til hamingju með tilnefninguna til Gullboltans sem verður afhentur í París 28. október. Hún segir þó ljóst að hún verði ekki viðstödd en Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum 25. og 27. október. „Það hefur ótrúlega margt fólk haft samband og óskað mér til hamingju með þetta, sem er ótrúlega gaman. Ég er þakklát fyrir allar kveðjurnar og að vita af því að svona margir séu ánægðir með þetta. Það sem skiptir mig mestu máli er að fólkið sem stendur næst mér og þekkir mig persónulega viti hvað ég er að gera, og finnist það mikils virði. Bæði liðin mín eiga stóran þátt í þessu.“ „Veit ekki einu sinni hvort mér er boðið“ „Ég veit ekki einu sinni hvort mér er boðið [á hófið]. Ég veit ekkert hvernig þetta virkar. En ég verð í Bandaríkjunum með landsliðinu þannig að það verður ekki vandamál,“ segir Glódís en gagnrýnt hefur verið að hóf á borð við Gullboltann fari fram á tíma sem henti fótboltakörlum mun betur en fótboltakonum: „Það er ekki tekið mikið tillit til þess. Það væri mögulega hægt að setja þetta á annan tíma til að sem flestir kæmust, og ég vona að þeir hugsi til þess á næstu árum. Ég er 99% viss um að annað hvort Aitana Bonmati eða Caroline Graham Hansen vinni. Ég vona að Hansen vinni en báðar eru frábærar og eiga skilið að vinna,“ segir Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira