Þetta kemur fram í uppgjöri sem Ástþór hefur skilað til Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að ekkert fyrirtæki styrkti framboð Ástþórs en hann fékk 370 þúsund krónur frá einstaklingum. Þá hafði hann 765 þúsund krónur í aðrar tekjur sem ekki eru útskýrðar í uppgjörinu.
Meðal þess sem Ástþór gerði var að efna til happdrættis þar sem glæsilegur bíll var í verðlaun. Happdrættið vakti nokkuð umtal.
Ástþór rak ekki kosningaskrifstofu heldur fór langstærstur kostnaður í auglýsingar og kynningar eða 8,4 milljónir króna. Þá fór innan við hálf milljón í fundi og ferðakostnað.
Ástþór fékk 465 atkvæði eða sem svarar til 0,22 prósents atkvæða.