Kópavogsmódelið - Hagsmunir og þarfir barna Halla Ösp Hallsdóttir skrifar 6. september 2024 13:31 Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun