Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 12:31 Margrét Stefánsdóttir og Silja Björk Björnsdóttir. Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira