Gummi Ben býst við Gylfa í byrjunarliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 13:31 Ísland - Rúmenía EM umspil knattspyrnu Laugardalsvöllur ksí Guðmundur Benediktsson spáði í spilin fyrir landsleik Íslands við Svartfjallaland í kvöld sem gestur Bítisins á Bylgjunni. Hann býst við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Íslands. Eitthvað hefur verið um meiðsli hjá íslenska hópnum. Sverrir Ingi Ingason þurfti að segja sig úr hópnum og Brynjar Ingi Bjarnason, sem kom inn í stað Sverris, þurfti einnig að segja sig frá verkefninu. Íslenska liðið varð þá fyrir mikilli blóðtöku þegar í ljós kom að Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, væri fótbrotinn. Brotið mun gera að verkum að hann mun engan þátt geta tekið í Þjóðadeildinni sem klárast um miðjan nóvember. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik riðlakeppninnar klukkan 18:45 í kvöld á Laugardalsvelli. Tyrkir bíða ytra eftir helgi en Wales er þriðja liðið sem deilir riðli með strákunum okkar. Gylfi Þór Sigurðsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti í tæpt ár og býst Guðmundur, Gummi Ben, við því að hann byrji leik kvöldsins, sér í lagi vegna fjarveru Hákonar. „Ég held það séu allar líkur á því. Mér finnst líklegt, fyrst að hann [Åge Hareide] var að velja Gylfa, að þá sé hann að velja hann. Að hann sé að velja hann til að spila honum,“ segir Gummi við Heimi Karlsson í Bítinu. „Ég held það sé alveg ljóst núna, eftir meiðsli Hákons. Mér finnst líklegt að hann [Hareide] verði með einn framherja og Gylfa svona hálfan framherja fyrir aftan. Að hann byrji allavega leikinn þannig. Það finnst mér líklegast, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það,“ segir Gummi enn fremur. Gummi mun lýsa leik Íslands og Svartfjallalands í kvöld sem hefst klukkan 18:45. Bein útsending hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn verður í opinni dagskrá. Landslið karla í fótbolta Bítið Þjóðadeild karla í fótbolta Bylgjan Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Eitthvað hefur verið um meiðsli hjá íslenska hópnum. Sverrir Ingi Ingason þurfti að segja sig úr hópnum og Brynjar Ingi Bjarnason, sem kom inn í stað Sverris, þurfti einnig að segja sig frá verkefninu. Íslenska liðið varð þá fyrir mikilli blóðtöku þegar í ljós kom að Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, væri fótbrotinn. Brotið mun gera að verkum að hann mun engan þátt geta tekið í Þjóðadeildinni sem klárast um miðjan nóvember. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik riðlakeppninnar klukkan 18:45 í kvöld á Laugardalsvelli. Tyrkir bíða ytra eftir helgi en Wales er þriðja liðið sem deilir riðli með strákunum okkar. Gylfi Þór Sigurðsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti í tæpt ár og býst Guðmundur, Gummi Ben, við því að hann byrji leik kvöldsins, sér í lagi vegna fjarveru Hákonar. „Ég held það séu allar líkur á því. Mér finnst líklegt, fyrst að hann [Åge Hareide] var að velja Gylfa, að þá sé hann að velja hann. Að hann sé að velja hann til að spila honum,“ segir Gummi við Heimi Karlsson í Bítinu. „Ég held það sé alveg ljóst núna, eftir meiðsli Hákons. Mér finnst líklegt að hann [Hareide] verði með einn framherja og Gylfa svona hálfan framherja fyrir aftan. Að hann byrji allavega leikinn þannig. Það finnst mér líklegast, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það,“ segir Gummi enn fremur. Gummi mun lýsa leik Íslands og Svartfjallalands í kvöld sem hefst klukkan 18:45. Bein útsending hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn verður í opinni dagskrá.
Landslið karla í fótbolta Bítið Þjóðadeild karla í fótbolta Bylgjan Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira