Fótbolti

Frá Stock­port Coun­ty til Real Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andy Mangan, fyrir miðju.
Andy Mangan, fyrir miðju. Pete Norton/Getty Images

Hinn 38 ára gamli Andy Mangan er á leið til Real Madríd þar sem hann mun verða hluti af þjálfarateymi Carlo Ancelotti. Það vekur sérstaka athygli þar sem hann hefur undanfarið starfað fyrir Stockport County sem trónir á toppi ensku C-deildarinnar.

Mangan, sem skoraði þó nokkuð af mörkum í neðri deildum Englands á ferli sínum, hefur verið aðstoðarþjálfari Stockport County síðan í júlí. Hann er hins vegar nú á leið til höfuðborgar Spánar þar sem hann mun aðstoða feðgana Carlo og Davide Ancelotti.

Mangan þekkir Davide, son Carlo, ágætlega og er það sögð ástæðan fyrir því að nafn hans var á blaði. Í frétt The Athletic segir að feðgarnir hafi viljað enskan þjálfara og er Mangan nú aðeins atvinnuleyfi frá því að vera sá maður.

Ekki kemur fram nákvæmlega hvaða hlutverki hann mun sinna í þjálfarateymi Real en talið er að Ancelotti eldri hafi viljað fríska örlítið upp á þjálfarateymi sitt sem hefur lítið breyst undanfarin þrjú árin.

Spánarmeistarar Real Madríd er í 2. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla, með átta stig, fjórum minna en topplið Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×