„Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2024 21:11 Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. „Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira