„Íslenskt hvað? Heimir hver?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 11:02 Heimir Hallgrímsson stýrir Írlandi í fyrsta sinn síðar í dag. Stephen McCarthy/Getty Images Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira