Fótbolti

Memp­his og Marti­al á leið til Brasilíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Memphis í leik gegn Íslandi í aðdraganda EM í sumar.
Memphis í leik gegn Íslandi í aðdraganda EM í sumar. EPA-EFE/PIETER STAM DE JONGE

Tveir fyrrverandi framherjar Manchester United eru báðir á leið til Brasilíu. Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja ára samning við Corinthians á meðan Anthony Martial er við að semja við Flamengo.

ESPN greinir frá því að hinn þrítugi Memphis sé svo gott sem genginn í raðir Corinthians og verði kynntur sem leikmaður leiksins eftir helgi. Memphis er lykilmaður Hollands og hefur skorað 46 mörk í 98 A-landsleikjum. Aðeins Robin van Persie hefur skorað fleiri mörk fyrir hollenska landsliðið.

Þrátt fyrir það átti Memphis erfitt með að finna sér lið eftir að samningur hans við Atlético Madríd rann út. Þar áður hafði hann spilað fyrir Barcelona, Lyon, Manchester United og PSV.

Martial hefur verið enn óeftirsóttari en hann var meira og minna meiddur síðustu ár sín hjá Man United. Hann var orðaður við AEK Aþenu en nú er talið að hann sé á leið til Brasilíu.

Hinn 28 ára gamli Martial árið 2015. Hann fór á láni til Sevilla í janúar 2022 en spænska félagið ákvað að festa ekki kaup á framherjanum að tímabilinu loknu. Hann hefur spilað 30 A-landsleiki fyrir Frakkland og skorað tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×