„Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 13:33 Sigmar Vilhjálmsson segir frá því þegar náinn vinur hans yfirgaf hann þegar hann stóð í miðjum skilnaði árið 2018. Vísir/Vilhelm Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, opnaði sig í vikunni um skilnaðinn sinn. Eitt það erfiðasta í ferlinu hafi verið að horfa á eftir nákomnum vini sem sleit vinskap þeirra í kjölfar skilnaðarins. Sigmar heldur úti hlaðvarpinu 70 mínútum með Huga Halldórssyni, betur þekktum sem Ofur-Huga. Í þætti sem birtist í síðustu viku ræddu félagarnir meðal annars um skilnaði en þeir eru báðir fráskildir. Sigmar og Bryndís Björg Einarsdóttir skildu árið 2018 eftir tuttugu ára samband en þau eiga þrjá drengi saman. Hugi og Ástrós Signýjardóttir skildu árið 2023 eftir sextán ára samband. Simmi sagði að sér þætti vænt um hvað menn leituðu oft til hans fyrir ráð um skilnaði. Hann sagði það skiljanlegt enda hefði skilnaður þeirra hjóna vakið athygli vegna þess hve vel hann tókst. „Við erum best fráskilda fólk á Íslandi,“ sagði hann af því tilefni. „Þetta er alveg ömurlegur tími“ Þeir ræddu síðan almennt um skilnaði og hvernig best sé að haga sér í slíku ferli. „Börn átta sig á því að þau eru helmingur þú og helmingur konan mín. Ef þú ert að tala illa um konuna þína við börnin þín þá ertu að tala illa til þeirra,“ segir Simmi. Það sé stóri áttavitinn í hverjum skilnaði. „Hvað er ég að sýna barninu mínu í samskiptum við móður þeirra?“ „Ég lokaði mig af í nokkra mánuði,“ segir Simmi þegar hann rifjar upp skilnaðinn sinn. „Ég valdi það að flytja út, það var ákvörðunin að ég myndi flytja út og ég vildi kaupa húsnæði í sama hverfi og það var ekki hægt í ákveðinn tíma. Þannig ég fékk inni hjá bæði vini mínum Ómari og bróður mínum.“ Simmi bjó þá í barnaherbergi í Grafarholti í nokkra mánuði og gat ekki tekið á móti börnum sínum á meðan. „Það er ekki hátt á þér risið. Þegar við eigum börn þá erum við með samviskubit yfir börnunum okkar alltaf, hvað þá í svona aðstæðum. Samviskubitið étur mann að innan,“ segir Simmi og bætir við „Þetta er alveg ömurlegur tími.“ Annað sorgarferli að missa vininn Hugi segist sjálfur hafa tapað milljónum króna, þurft að leggja niður fyrirtæki og sjónvarpsstöð, misst nákomna. Ekkert komi þó nálægt því að ganga í gegnum skilnað, það sé langerfiðast. Simmi segir skilnað einnig vera ákveðinn hreinsunareld og bætir við „í þessum aðstæðum þá stíga sumir inn, nær þér í vinahópinn þinn og sumir stíga bara algjörlega út.“ „Ég átti nokkur rogastans-sörpræs í þessum hreinsunareldi. Og ég átti ekki von á því að nákominn vinur minn stígi algjörlega út og gott betur. Af því bissness skiptir ekki máli, peningar koma, peningar fara og það er nóg af peningum þarna út,“ segir hann um einn vina sinna sem hann vill þó ekki nefna á nafn. „Sorgarferli tvö er bara að vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi,“ segir Simmi að lokum um vinslitin. Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag. 18. september 2022 19:40 Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife. 12. mars 2024 11:37 Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu sinni í mat á jólunum Vala Matt leit við hjá athafnarmanninum Sigmari Vilhjálmssyni á dögunum en hann segir að mikilvægt sé við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna. 4. desember 2020 10:31 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Sigmar heldur úti hlaðvarpinu 70 mínútum með Huga Halldórssyni, betur þekktum sem Ofur-Huga. Í þætti sem birtist í síðustu viku ræddu félagarnir meðal annars um skilnaði en þeir eru báðir fráskildir. Sigmar og Bryndís Björg Einarsdóttir skildu árið 2018 eftir tuttugu ára samband en þau eiga þrjá drengi saman. Hugi og Ástrós Signýjardóttir skildu árið 2023 eftir sextán ára samband. Simmi sagði að sér þætti vænt um hvað menn leituðu oft til hans fyrir ráð um skilnaði. Hann sagði það skiljanlegt enda hefði skilnaður þeirra hjóna vakið athygli vegna þess hve vel hann tókst. „Við erum best fráskilda fólk á Íslandi,“ sagði hann af því tilefni. „Þetta er alveg ömurlegur tími“ Þeir ræddu síðan almennt um skilnaði og hvernig best sé að haga sér í slíku ferli. „Börn átta sig á því að þau eru helmingur þú og helmingur konan mín. Ef þú ert að tala illa um konuna þína við börnin þín þá ertu að tala illa til þeirra,“ segir Simmi. Það sé stóri áttavitinn í hverjum skilnaði. „Hvað er ég að sýna barninu mínu í samskiptum við móður þeirra?“ „Ég lokaði mig af í nokkra mánuði,“ segir Simmi þegar hann rifjar upp skilnaðinn sinn. „Ég valdi það að flytja út, það var ákvörðunin að ég myndi flytja út og ég vildi kaupa húsnæði í sama hverfi og það var ekki hægt í ákveðinn tíma. Þannig ég fékk inni hjá bæði vini mínum Ómari og bróður mínum.“ Simmi bjó þá í barnaherbergi í Grafarholti í nokkra mánuði og gat ekki tekið á móti börnum sínum á meðan. „Það er ekki hátt á þér risið. Þegar við eigum börn þá erum við með samviskubit yfir börnunum okkar alltaf, hvað þá í svona aðstæðum. Samviskubitið étur mann að innan,“ segir Simmi og bætir við „Þetta er alveg ömurlegur tími.“ Annað sorgarferli að missa vininn Hugi segist sjálfur hafa tapað milljónum króna, þurft að leggja niður fyrirtæki og sjónvarpsstöð, misst nákomna. Ekkert komi þó nálægt því að ganga í gegnum skilnað, það sé langerfiðast. Simmi segir skilnað einnig vera ákveðinn hreinsunareld og bætir við „í þessum aðstæðum þá stíga sumir inn, nær þér í vinahópinn þinn og sumir stíga bara algjörlega út.“ „Ég átti nokkur rogastans-sörpræs í þessum hreinsunareldi. Og ég átti ekki von á því að nákominn vinur minn stígi algjörlega út og gott betur. Af því bissness skiptir ekki máli, peningar koma, peningar fara og það er nóg af peningum þarna út,“ segir hann um einn vina sinna sem hann vill þó ekki nefna á nafn. „Sorgarferli tvö er bara að vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi,“ segir Simmi að lokum um vinslitin.
Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag. 18. september 2022 19:40 Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife. 12. mars 2024 11:37 Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu sinni í mat á jólunum Vala Matt leit við hjá athafnarmanninum Sigmari Vilhjálmssyni á dögunum en hann segir að mikilvægt sé við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna. 4. desember 2020 10:31 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Simmi Vill frumsýnir nýju kærustuna Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og veitingamaðurinn geðþekki er genginn út. Simmi deildi mynd af sér og nýju dönsku kærustunni, Julie Christensen á Instagram í dag. 18. september 2022 19:40
Hugi og Unnur fögnuðu ástinni á Tenerife Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson og Unnur Helgadóttir, hlaðvarpsstjarna og mannauðsstjóri í Seðlabankanum, eru nýjasta par landsins. Þau hafa notið lífsins saman undanfarið í sólinni á Tenerife. 12. mars 2024 11:37
Simmi Vill býður fyrrverandi eiginkonu sinni í mat á jólunum Vala Matt leit við hjá athafnarmanninum Sigmari Vilhjálmssyni á dögunum en hann segir að mikilvægt sé við skilnað að foreldrar reyni að halda góðum samskiptum sín á milli, barnanna vegna. 4. desember 2020 10:31