„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:31 Magnús Örn, fyrir miðju. Grótta „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári. FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
FHL heimsótti Fram í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Gestirnir voru þegar búnir að tryggja sér sigur í Bestu á næsta ári og höfðu misst tvo af sínum langsterkustu leikmönnum fyrir ekki svo löngu síðan. Samantha Rose Smith fór til Breiðabliks á láni og Emma Hawkins fór til Portúgal. Þá er SelenaDel Carmen Salas Alonso einnig horfin á braut. Grótta var einnig í baráttunni um að komast upp í Bestu en þurfti að treysta á sigur FHL gegn Fram í Grafarholtinu. Það var aldrei að fara gerast þar sem Fram vann ótrúlegan 5-0 sigur í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram endaði því í 2. sæti deildarinnar með 34 stig líkt og Grótta en hagstæðari markatölu og betri markatölu, 4-3, í innbyrðisviðureignum en bæði lið unnu einn leik þegar liðin tvö mættust á leiktíðinni. FHL vinnur deildina með 40 stig en liðið tapaði þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni. Magnús Örn birti í kjölfarið færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, þar sem hann skrifaði einfaldlega: „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ og vitnar þar í myndina af þeim Björgvini Karli Gunnarssyni, þjálfara FHL, og Pálma Þór Jónassyni, annars af þjálfurum Fram. Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta.. pic.twitter.com/iyJAQs2Bxp— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Pálmi Þór var hluti af þjálfarateymi FHL frá 2021 til 2023 áður en hann færði sig yfir til Fram fyrir tímabilið sem lauk nú um helgina. „Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og póstað svona myndeftir 5-0 tap,“ segir Magnús Örn jafnframt á X-inu aðspurður hvað hann sé að meina. Byrjum á byrjuninni: Vel gert Fram! Hrikalega sterkt að fara ósigraðar í gegnum alla seinni umferð. Þá að tístinu: Í karlabolta hefði allt orðið vitlaust og mikið fjallað um það ef lið sem hefur áhrif á fall/promotion hefði spilað byrjunarliðsmönnum í 2.fl kvöldið fyrir leik og— Magnús Örn Helgason (@Magnus0rn) September 7, 2024 Lokastöðu Lengjudeildar kvenna má sjá á vef KSÍ. FHL og Fram leika í Bestu deild kvenna á meðan Selfoss og ÍR falla niður í 2. deild. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Grótta Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira