England loks tekið úr handbremsu: „Leikmenn eiga allt hrós skilið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 23:01 Anthony Gordon, Declan Rice og Lee Carsley. Michael Regan/Getty Images England lagði lærisveina Heimis Hallgrímssonar hjá Írlandi 2-0 með mörkum tveimur fyrrverandi leikmanna yngri landsliða Íra, þeim Declan Rice og Jack Grealish. Sérfræðingar eru á því að nýr þjálfari Englands hafi tekið liðið úr handbremsu. Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Sigurinn var einkar sannfærandi en þó liðið hafi aðeins skorað tvö mörk þá sköpuðu lærisveinar Lee Carsley sér urmul færa. Eitthvað sem liðið hafði ekki gert undir stjórn forvera hans, Gareth Southgate. Alls átti liðið 16 skot, þar af 9 á markið. Ofan á það spilaði það blússandi sóknarbolta, eitthvað sem vantaði á Evrópumótinu í sumar að mati sérfræðinga breska ríkisútvarpsins, BBC. Það vakti athygli margra að Trent Alexander-Arnold var loks stillt upp í hægri bakverði hjá Englandi. Þó svo hann spili eingöngu þá stöðu með Liverpool hafði hann ekki byrjað landsleik í þeirri stöðu í fjögur ár. Skapaði hann tvö af færunum sextán. Þó liðið hafi farið alla leið í úrslit á EM, annað Evrópumótið i röð, þá var spilamennskan heldur þurr og leiðinleg. Það var allt annað upp á teningnum í Dublin á laugardag. Liðið sótti á mörgum mönnum léku þeir Anthony Gordon og Bukayo Saka á alls oddi á meðan Harry Kane var síógnandi sem fremsti maður. Gordon sjálfur sagði í viðtali nýverið að liðið hefði þurft á meiri sköpunargleði að halda í sumar. Það er leyfi til að skapa og sýna meira inn á vellinum. Það fengu þeir gegn Írlandi í því sem var kallað „Cars-bolti“ en Carsley vildi alls ekki taka undir það. „Allavega alls ekki það. Það eru leikmennirnir sem eru nægilega færir til að taka á móti boltanum í litlum svæðum og spila honum áfram. Þeir eiga allt hrós skilið.“ Paul Robinson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands og einn af sérfræðingum BBC, vildi þó gefa Carsley hrós fyrir að leyfa leikmönnum að njóta sín. „Það sem við sáum í fyrri hálfleik var allt annað landslið. Handbremsan var tekin af og við viljum sjá meira af því sama.“ England, sem leikur í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir fall undir stjórn Southgate, mætir Finnlandi á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður í beinni útsendingu Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira