Að stytta biðlista Gunnar Hrafn Birgisson skrifar 8. september 2024 13:30 Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Í félags- og heilbrigðiskerfum hérlendis ríkir biðlistahefð. Fólk með sálmein eða geðrænar áskoranir bíður oft vikum, mánuðum og árum saman eftir að fá hjálp. Þetta hefur oft verið gagnrýnt og kallað eftir úrlausnum, sérstaklega varðandi börn, sjá t.d. heimildir 1-4. Biðlistahefðin hindrar að hjálp sé veitt sem hægt væri að veita. Það veldur margvíslegu mældu og ómældu tjóni. Á löngum biðtímum versnar oft vandi barna og fjölskyldna þeirra. Oft glatast líka ýmis tækifæri til að leysa þau mál sem hægt væri að gera með skjótvirkum hætti. Eftir því sem mál í biðstöðu verða þyngri þá munu þau þurfa meiri vinnu og taka lengri tíma í vinnslu. Um leið komast ný mál síður að. Þegar sum mál komast loksins að þá gæti það verið orðið of seint. Það er sárt og dýrt fyrir börn, fjölskyldur og samfélag. Biðlistar eru ekki hlutlaust ástand. Þeir hafa sín áhrif og geta valdið streitu. Sumum óar við þeim. Bið upp á von og óvon reynist erfið og von um úrræði og bata getur dvínað. Sumir gefast upp á að bíða. Augljóslega hefur löng bið eftir hjálp við alvarlegum vanda ekki góð áhrif að líðan fólks en það reynir að bjarga sér og grípur til misgóðra ráða. Hvað hefur orðið um það að veita skjóta og góða þjónustu? Það að taka strax á vanda sem kemur upp og leysa hann fljótt. Biðlistar eru mannanna verk og því breytanlegir. En það er ekki nóg að ræða þá og skoða. Þeir lagast hvorki með tímanum né reddast af sjálfu sér. Það þarf að taka á þessu og það án tafar. Eitt af því sem virðist stuðla að myndun biðlista er trú á „réttar“ greiningar. Það sé ekki hægt að veita hjálp fyrr en vandamál hafi verið „rétt“ flokkað eftir kerfi um geðraskanir (DSM-5 eða ICD-11). Þessi trú fer nú hratt halloka. Þrátt fyrir langvinn og útbreidd áhrif þessara geðgreiningarkerfa þá hefur sívaxandi samstaða skapast um að þau þjóni ekki lengur hlutverki sínu, hvorki í rannsóknum né í klínískri meðferð (sjá heimild 5). Þessar geðgreiningar hafa mikil áhrif á fjárveitingar til meðferðar, hjálpartækja og annars stuðnings. Þær gagnast meðferð lítið. Á sumt fólk virka þær sem klunnalegur stimpill sem erfitt er að losna við. Í stað flokkunar á geðröskunum hefur á þessari öld stóraukist fylgi við svonefnda transdiagnostic nálgun, sem á íslensku gæti kallast ferlisgreining (sí- eða framvindugreining). Ferlisgreiningar ganga þvert á hefðbundar greiningar eða hreinlega setja þær alfarið til hliðar í þeim tilgangi að skapa nýtt innsæi og betri skilning á sálmein og geðrænar áskoranir. Ferlisgreiningar eru ekki nýjar af nálinni. Þerapistar sem töldist áhrifamestir á síðustu öld, þeir Carl Rogers, Albert Ellis og Sigmund Freud, notuðu þær alla tíð. Sama er að segja um alla helstu þerapista í fjölskyldumeðferð, t.d. Virginia Satir, Chloé Madanes, Jay Haley og Salvador Minuchin. Fjöldi klínískra sérfræðinga hefur fylgt fordæmi þessara frumkvöðla. Þeir skoðuðu sálmein og geðrænar áskoranir meira í víddum og sem ferli heldur en sem sjúkdómseinkenni og flokka heilkenna. Þeir fundu að ferlisgreiningar reyndust nákvæmari og gagnlegri heldur en þær flokkanir. Í ferlisgreiningu fer greining og meðferð óaðskiljanlegasaman og með stöðugri víxlverkun á milli. Þetta verður ekki sundur skilið frekar en hliðar tvær á sama peningi. Það þarf ekki að bíða með að veita hjálp. Strax í fyrsta viðtali er hægt að kenna fólki eina eða fleiri aðferðir út frá gagnreyndri þekkingu. Það prófar sig svo áfram og segir frá því í næsta viðtali hvernig gekk. Fólk sleppur við óþarfa bið. Þannig styttast biðlistar eða jafnvel hverfa. Heimildir https://www.barn.is/umbodsmadur-barna/utgefid-efni/skyrslur/nr/2339 https://sjonarholl.is/born-a-bidlistum/ https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/born-a-bidlistum https://www.visir.is/g/20242615796d/af-hverju-bidur-barnid- https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7027356/
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun