Fær milljón á klukkutíma í laun með besta samningi sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 19:31 Dak Prescott smellir af mynd með aðdáendum. Hann er núna orðinn launahæstur í sögu NFL-deildarinnar. Getty/Brandon Sloter Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, skrifaði loks undir nýjan samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Íslenski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Íslenski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira