Dæmd úr leik aðeins tíu metra frá marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 07:31 Elena Congost er hér komin í mark ásamt aðstoðarmanni sínum en hún var síðan dæmd úr leik vegna atviks sem gerðist aðeins nokkrum sekúndum áður. Getty/Andy Lyons Kringumstæðurnar gerast varla grátlegri en þær hjá hinni spænsku Elenu Congost á lokadegi Ólympíumóts fatlaðra í gær. Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira
Congost var þá á góðri leið með að tryggja sér bronsverðlaun í maraþonhlaupi blindra þegar örlögin tóku í taumana. Aðstoðarmaður hennar fékk þá krampa aðeins tíu metrum frá markinu og það varð til þess að hún sleppti bandinu á milli þeirra. Reglurnar eru skýrar því keppandi og aðstoðarmaður verða bæði að halda á bandinu allt hlaupið. Congost var því dæmd úr leik í hlaupinu. „Ég er niðurbrotin,“ sagði hin 36 ára gamla Elenu Congost við Marca. Hún fór að gráta þegar hún áttaði sig á því hvað hafði í raun gerst. Þetta var viðburðaríkt hlaup því sigurvegarinn, Fatima Ezzahra El Idrissi frá Marokkó, sló heimsmetið í flokki T12 þegar hún kláraði á tveimur klukkutímum, 48 mínútum og 36 sekúndum. „Ég vil að allir viti af því að ég var ekki dæmd úr leik fyrir að svindla heldur vegna þess að ég er manneskja sem hugsar fyrst um það að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda,“ sagði Congost. „Ég er eyðilögð af því að ég var með verðlaunapeninginn í minni hendi. Ég er mjög stolt af öllu mínu í þessu hlaupi en svo dæma þau mig úr leik fyrir að sleppa bandinu í eina sekúndu,“ sagði Congost. Hún vann gull á leikunum 2016 en er byrjuð aftur að hlaupa eftir að hafa eignast fjögur börn á sex árum. Hin japanska Misato Michishita, sem var þremur mínútum á eftir Congost fékk bronsið eftir að sú spænska var dæmd úr keppni. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen)
Frjálsar íþróttir Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira