Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill á blaðamannafundi í gær en á hinni myndinni má sjá liðsfélaga hans leiða hann í burtu í þykistu handtöku eftir að Hill skoraði. Getty/Megan Briggs/Don Juan Moore Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn) NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Hill byrjaði nefnilega daginn á því að vera handtekinn fyrir utan leikvanginn. Það sem meira er að hann var snúinn niður í jörðina og handjárnaður fyrir framan fólk sem var á leið á leikinn. Ótrúlegar senur. Hill var stoppaður fyrir hraðakstur fyrir utan leikvanginn en á síðan að hafa verið með kjaft og stæla við lögreglumanninn. Hann heldur sakleysi sínu fram og atvikið minnir mikið þegar kylfingurinn Scottie Scheffler var handtekinn fyrir annan daginn á PGA meistaramótinu. Þær ákærur voru seinna felldar niður. Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs Tveir liðsfélagar Hill voru á svæðinu og reyndu að miðla málum. Lögreglan fór með Hill upp á lögreglustöð en honum var síðan sleppt. Lögreglan í Miami hefur sett lögreglumanninn, sem handtók Hill, í tímabundið leyfi á meðan málið verður rannsakað. Hill var þrátt fyrir þetta mættur í slaginn tveimur klukkutímum síðar þegar leikurinn hófst. Hann átti síðan eftir að skora frábært snertimark þegar hann sýndi enn á ný stórbrotinn hraða sinn og hæfileika. Það sem vakti líka athygli er að Hill fagnaði snertimarkinu sínu með því að þykjast vera handjárnaður fyrir aftan bak. Svo kom liðsfélagi hans og leiddi hann í burtu eins og lögreglumaður. Hann hafði húmor fyrir öllu saman. Það má sjá það hér fyrir neðan en myndbandið sést ef flett er tvisvar. View this post on Instagram A post shared by Overtime SZN (@overtimeszn)
Úrslitin úr NFL deildinni í gær: Pittsburgh Steelers 18-10 Atlanta Falcons Arizona Cardinals 28-34 Buffalo Bills Tennessee Titans 17-24 Chicago Bears New England Patriots 16-10 Cincinnati Bengals Houston Texans 29-27 Indianapolis Colts Jacksonville Jaguars 17-20 Miami Dolphins Carolina Panthers 10-47 New Orleans Saints Minnesota Vikings 28-6 New York Giants Las Vegas Raiders 10-22 Los Angeles Chargers Denver Broncos 20-26 Seattle Seahawks Dallas Cowboys 33-17 Cleveland Browns Washington Commanders 20-37 Tampa Bay Buccaneers Los Angeles Rams 20-26 Detroit Lions Green Bay Packers 29-34 Philadelphia Eagles Baltimore Ravens 20-27 Kansas City Chiefs
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira