Fyrir eiga þau eina dóttur, Sólgerði Lúnu sem er tveggja ára. Eva Dögg á tvö börn úr fyrra sambandi.
„Þetta er strákur,“ skrifaði parið við færsluna. Í myndskeiðinu má sjá fjölskylduna sprengja confetti-bombu en úr henni kom blátt skraut sem getur til kynna að von sé á dreng.
Eva Dögg og Stefán Darri hafa verið saman í sex ár og trúlofuðu sig í lok apríl þar sem þau voru stödd í suður Frakklandi.
Eva Dögg er þekkt fyrir heilsusamlegan og eiturefnalausan lífstíl þar sem hún leggur stund á andlega og líkamlega heilsu með jóga og hugleiðslu.
Stefán Darri er Frammari í húð og hár. Hann hefur þó einnig leikið með Stjörnunni og spænska liðinu Alcobendas en sneri aftur til uppeldisfélagsins árið 2019.