Aðgerðir fyrir heimilin strax! Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 9. september 2024 20:38 Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Sonja Ýr Þorbergsdóttir Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun