„Þarna á ég að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:45 Guðlaugur Victor axlaði ábyrð eftir tap kvöldsins. Getty Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. „Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
„Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14