Lögregluverkfall kemur niður á Kristian og félögum í Ajax Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:33 Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax fá enn lengra landsleikjahlé eftir að leik liðsins um helgina var frestað. Getty/Rico Brouwe/Alexander Koerner Hollenska knattspyrnufélagið Ajax þarf að fresta næsta leik liðsins vegna verkfallsaðgerða Amsterdam lögreglunnar. Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024 Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar í Ajax áttu að mæta Utrecht næstkomandi sunnudag þegar deildirnar fara aftur af stað eftir landsleikjahlé. Sá leikur verður að fara fram seinna. Málið er að þetta er annar leikurinn í röð sem Ajax getur ekki spilað vegna aðgerða lögreglumanna. Leik liðsins á móti Feyenoord 1. september síðastliðinn var einnig frestað vegna verkfallsaðferða lögreglumanna í Rotterdam. „Öryggi leikmanna, stuðningsmanna og almenningsrýmis getur ekki verið tryggt án aðstoðar lögreglunnar,“ segir í tilkynningu. Eredivisie-directeur Jan de Jong: "Wij zullen er op aandringen dat Ajax - FC Utrecht veilig doorgang kan vinden zonder politie."— ESPN NL (@ESPNnl) September 7, 2024 Það kom til greina að láta leikinn fara fram fyrir framan tómar áhorfendastúkur en á endanum fannst mönnum það ekki heldur vera öruggt án aðstoðar lögreglumanna. Ajax menn segjast mjög vonsviknir með þessa þróun mála. Félagið segist líka sannfært um það að leikurinn gæti farið fram ef ákveðnum öryggisaðgerðum yrði fylgt og með góðu samkomulagi milli félagsins og stuðningsmanna þess. Það eru oft mikil læti í kringum fótboltaleiki í Hollandi og því þarf þessi leikur að fara fram þegar lögreglumenn eru ekki í verkfall. Ajax hefur aðeins leikið tvo deildarleiki þegar flest önnur lið hafa spilað fjóra. Liðið hefur líka bara unnið annan þeirra og situr eins og er i tólfta sætinu. Ook Ajax - FC Utrecht afgelast wegens politie stakingen - https://t.co/8rvBIYZN4U— Eredivisie (@eredivisie) September 9, 2024
Hollenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira