Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 13:29 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir nýtt fjármálafrumvarp sem Sigurður Ingi kynnti í morgun. Reyndar fer hann um það hinum háðuglegustu orðum. vísir/vilhelm „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira