Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 19:21 Þrátt fyrir töluverða útgjaldaaukningu á næsta ári segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarpið styðja við markmið um hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Stöð 2/Einar Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Töluvert er um ný útgjöld og þau sömuleiðis aukin á sumum sviðum. Skuldir ríkissjóðs eru enn töluvert miklar og verða 31 prósent af landsframleiðslu næsta árs sem er svipað hlutfall og nokkur undanfarin ár. En á sama tíma hafa tekjur ríkissjóðs aukist umtalsvert vegna mikilla umsvifa í þjóðfélaginu eða þenslu. Margt kemur til. Þannig kosta aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninga á næsta ári 14 milljarða, barnabætur og örorkubætur hækka og framlög til samgöngu- og innviðaframkvæmda verða aukin. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra ríkisumsvif sem hlutfall af hagkerfinu minnka fimmta árið í röð. Stóri hluti útgjalda ríkissjóðs á næsta ári er til kominn vegna kjarasamninga og breytinga á lögum mum örorkulífeyri og ellilífeyri.Stöð 2/Einar „En við erum að forðast kollsteypur. Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ segir fjármálaráðherra. Verðbólga væri á niðurleið samkvæmt spá Seðlabankans á næsta ári. Það gæti þýtt að greiðslubyrði á 30 milljón króna óverðtryggðu húsnæðisláni minnki um 50 þúsund krónur á mánuði. Ríkissjóður þarf hins vegar að greiða um 70 milljarða á næsta ári í vexti af skuldum sínum. „Það er mikilvægt til að ná tökum á verðbólgu að hafa trúverðugleika í áætlunum. Ég held að við séum að sýna fram á að sá árangur sem hefur náðst á síðustu árum sé þess efnis að það sé líklegt að við náum til lands.“ Hér sést mynd sem fjármálaráðherra vísar til og sýnir þróun kaupmáttar á Íslandi frá árinu 2020 í samanburði við hin Norðurlöndin.fjármálaráðuneytið Hver eru skilaboðin til verkalýðshreyfingarinnar þegar hún boðar til mótmæla í dag? „Skilaboðin eru glæran um kaupmáttaraukninguna sem okkur hefur tekist að viðhalda og þessi 44 milljarða stuðningur til viðkvæmra hópa. Barna- og fjölskyldufólks sem ríkisstjórin hefur tekið með verkalýðshreyfingunni að ákveða í tengslum við kjarasamninga og aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Alþingi Verðlag Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. 10. september 2024 11:45 Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. 10. september 2024 11:37 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári verða 1.448 milljarðar og heildarútgjöldin 1.489 milljarðar króna. Það er því stefnt að því að reka ríkissjóð með um 41 milljarða halla á næsta ári. Töluvert er um ný útgjöld og þau sömuleiðis aukin á sumum sviðum. Skuldir ríkissjóðs eru enn töluvert miklar og verða 31 prósent af landsframleiðslu næsta árs sem er svipað hlutfall og nokkur undanfarin ár. En á sama tíma hafa tekjur ríkissjóðs aukist umtalsvert vegna mikilla umsvifa í þjóðfélaginu eða þenslu. Margt kemur til. Þannig kosta aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninga á næsta ári 14 milljarða, barnabætur og örorkubætur hækka og framlög til samgöngu- og innviðaframkvæmda verða aukin. Þrátt fyrir þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra ríkisumsvif sem hlutfall af hagkerfinu minnka fimmta árið í röð. Stóri hluti útgjalda ríkissjóðs á næsta ári er til kominn vegna kjarasamninga og breytinga á lögum mum örorkulífeyri og ellilífeyri.Stöð 2/Einar „En við erum að forðast kollsteypur. Það eru jú til aðilar sem segja að við eigum að fara í grimman niðurskurð. Það myndi kalla á verulegt atvinnuleysi. Það eru líka aðilar sem segja að við eigum bara að hækka skatta verulega. Það myndi líka kalla á verulegan samdrátt hjá fyrirtækjunum. Við erum að fara millileiðina mjúku leiðina til að lenda hagkerfinu. En viðhalda og verja mikilvæga innviði velferðarkerfi og verkefni sem svo sannarlega er kallað eftir í íslensku samfélagi,“ segir fjármálaráðherra. Verðbólga væri á niðurleið samkvæmt spá Seðlabankans á næsta ári. Það gæti þýtt að greiðslubyrði á 30 milljón króna óverðtryggðu húsnæðisláni minnki um 50 þúsund krónur á mánuði. Ríkissjóður þarf hins vegar að greiða um 70 milljarða á næsta ári í vexti af skuldum sínum. „Það er mikilvægt til að ná tökum á verðbólgu að hafa trúverðugleika í áætlunum. Ég held að við séum að sýna fram á að sá árangur sem hefur náðst á síðustu árum sé þess efnis að það sé líklegt að við náum til lands.“ Hér sést mynd sem fjármálaráðherra vísar til og sýnir þróun kaupmáttar á Íslandi frá árinu 2020 í samanburði við hin Norðurlöndin.fjármálaráðuneytið Hver eru skilaboðin til verkalýðshreyfingarinnar þegar hún boðar til mótmæla í dag? „Skilaboðin eru glæran um kaupmáttaraukninguna sem okkur hefur tekist að viðhalda og þessi 44 milljarða stuðningur til viðkvæmra hópa. Barna- og fjölskyldufólks sem ríkisstjórin hefur tekið með verkalýðshreyfingunni að ákveða í tengslum við kjarasamninga og aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Alþingi Verðlag Húsnæðismál Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. 10. september 2024 11:45 Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. 10. september 2024 11:37 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Fjármálaráðherra segir engar kollsteypur í fjárlagafrumvarpinu Útgjöld ríkissjóðs halda áfram að aukast að raungildi á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í morgun. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við markmið Seðlabankans um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta. 10. september 2024 11:45
Segir þrásetu ríkisstjórnarinnar stórskaðlega Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sér fátt eitt jákvætt í nýju fjárlagafrumvarpi. Þráseta ríkisstjórnarinnar sé þegar farna að valda verulegum skaða í efnahagsmálum. 10. september 2024 11:37
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10. september 2024 10:32
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12