Bréf sálfræðings dugði ekki til að Erni yrði gert að víkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 17:59 Árásin átti sér stað þegar brotaþoli og kona voru á göngu niður Hofsvallagötuna nærri Landakotsskóla. vísir/vilhelm Brotaþoli hnífaárásar í Vesturbæ Reykjavíkur krafðist þess að Erni Geirdal Steinólfssyni, sem ákærður er fyrir manndrápstilraun í málinu, yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gæfi skýrslu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem beiðni brotaþola er hafnað. Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt. Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Úrskurður Landsréttar féll í gær, rétt áður en aðalmeðferð málsins hófst í héraðsdómi Reykjavíkur. Þrátt fyrir kröfu um að vera viðstaddur fór Örn Geirdal áður en skýrslutaka brotaþola hófst. Það gerði hann eftir hálfgert havarí fyrir utan dómsal þar sem ljósmyndari Vísis var beðinn af héraðsdómara um að mynda ekki sakborninginn. Loks yfirgaf Örn réttarsalinn klæddur stórum hálsklút. Vafalaust ógnvænleg lífsreynsla Brotaþoli vísaði í kröfu sinni til þess ákvæðis laga um meðferð sakamála sem gerir brotaþola kleift að fara fram á að meintum geranda verði gert að víkja úr dómsal á meðan hann gefur skýrslu. Væri það gert í þessu tilfelli þar sem það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir hann að gefa skýrslu fyrir dómi að ákærða viðstöddum. Lagði brotaþoli fram tvö bréf sálfræðinga þar sem þeir taka undir þessa kröfu hans. Þar kemur fram að brotaþoli þekki ekki meintan geranda og viðvera hans gæti valdið frekari geðheilsuerfiðleikum. Héraðsdómur vísaði til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur réttarhöld sem varða hann og á sér stoð í stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Að mati dómsins væri lífsreynsla brotaþola vafalaust ógnvænleg og til þess fallin að valda honum sálrænum erfiðleikum. Eðli brotsins eitt og sér nægi hins vegar ekki til þess að fallast megi á kröfu brotaþola. Bréf sálmeðferðarfræðings sem lágu fyrir í málinu væru ekki ítarleg og fremur almennt orðuð. Því væru skilyrði fyrir því að víkja ákærða úr dómsal ekki uppfyllt.
Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Telur röð tilviljana hafa orðið til þess að árásin átti sér stað Þrír geðlæknar sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær varðandi stunguárás sem átti sér stað í Vesturbænum í janúar voru á sama máli um að karlmaður sem er ákærður í málinu væri sakhæfur. Það er þrátt fyrir að hann hafi verið í erfiðu andlegu ástandi þegar atvikin sem málið varða áttu sér stað. 10. september 2024 06:46